Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. ágúst 2023:
Lagt fram minnisblað dagsett 14. ágúst 2023 varðandi mikið viðhald á leiguíbúðum Akureyrarbæjar á árinu.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 50 milljónir í viðhald leiguíbúða Akureyrarbæjar.
Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:
Brýn þörf er að endurskoða þann ramma sem settur er viðhaldi á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Við leggjum til að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024 verði 2% af brunabótamati félagslegra leiguíbúða sett í viðhald á þeim.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:
Brýn þörf er að endurskoða þann ramma sem settur er viðhaldi á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Við leggjum til að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024 verði 2% af brunabótamati félagslegra leiguíbúða sett í viðhald á þeim.