Umhverfis- og mannvirkjaráð

77. fundur 08. maí 2020 kl. 08:15 - 11:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hamrar - yfirborðsfrágangur og lagnir

Málsnúmer 2020050193Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi framkvæmdir við yfirborðsfrágang nýrra tjaldflata að Hömrum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í verkið og rúmast það innan framkvæmdaáætlunar vegna jarðvegsframkvæmda í Hagahverfi.

2.Glerárdalur - styrkveiting 2020

Málsnúmer 2020050067Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi styrk Ferðamálastofu vegna 1. áfanga stígagerðar og brúunar lækja á Glerárdal og mótframlag Akureyrarbæjar á móti styrknum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í verkið og mótframlag Akureyrarbæjar verði tekið af fjárfestingaráætlun innan fyrirtækis 3500 í flokknum stígar.

3.Sorpmál Akureyrarbæjar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2018080972Vakta málsnúmer

Kynning á niðurstöðum sorphópsins.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

4.Slökkviliðið - sumar 2020

Málsnúmer 2020030672Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 23. mars 2020 varðandi starfsemi slökkviliðsins vegna fyrstu mánuða ársins og fyrir sumarið 2020.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í leið B vegna sumarsins og rúmast það innan áætlunar eins og staðan er í dag.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir við bæjarráð viðauka upp á kr. 10.600.000 vegna aðgerða sem farið var í vegna COVID-19. Færist það inn á rekstur: 1000 - 1072110 - 51110 og er því dreift frá mars til september.

5.Malbikun í Hrísey

Málsnúmer 2019040146Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 30. apríl 2020 varðandi niðurstöðu frá opnun tilboða kynnt fyrir ráðinu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda Malbikun Norðurlands ehf. að útboðsgögnum uppfylltum.

6.Umferðareyjur 2020

Málsnúmer 2020050106Vakta málsnúmer

Minnisblöð dagsett 21. apríl 2020 varðandi niðurstöður frá opnun tilboða í gerð umferðareyja í Jaðarsíðu, Höfðahlíð og á gatnamótum Þórunnarstrætis og Búðartraðar kynntar fyrir ráðinu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda Nesbræðra ehf. að útboðsgögnum uppfylltum í verkefnið umferðareyja á Þórunnarstræti við Búðartröð.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda Finns ehf. að útboðsgögnum uppfylltum í verkefnið umferðareyja á Jaðarsíðu og Höfðahlíð.

7.Malbikun 2020

Málsnúmer 2020050084Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 5. maí 2020 varðandi forgangsröðun á malbikun gatna sumarið 2020 kynnt fyrir ráðinu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir við bæjarráð viðauka þess efnis að færa kr. 16.500.000 af auðkenninu „G35-M_Y_FLOKKUR„ yfir á auðkennið „G35-S_Y_FLOKKUR„

8.UMSA - viðaukar 2020

Málsnúmer 2020030080Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 7. maí 2020 varðandi breytingar á fjárhagsáætlun vegna snjómoksturs lagt fyrir ráðið.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir við bæjarráð viðauka upp á kr. 67.000.000. Færist það inn á rekstur: 1000 - 1106110 - 54680 og jafndreifist ásamt annarri áætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir við bæjarráð viðauka upp á kr. 25.000.000. Færist það inn á rekstur: 1000 - 1106130 - 55758 og jafndreifist ásamt annarri áætlun.

9.Stöðuskýrslur rekstrar UMSA

Málsnúmer 2020050097Vakta málsnúmer

Stöðuskýrsla rekstrar UMSA fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins kynnt fyrir ráðinu.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

10.Lundarskóli - framkvæmdir

Málsnúmer 2020020505Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 24. apríl 2020 varðandi framkvæmdir við Lundarskóla lagt fyrir ráðið.

11.Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019060039Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 27. apríl 2020 varðandi framkvæmdir UMSA lagt fyrir ráðið.

12.Smáverkaútboð 2020

Málsnúmer 2020040458Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 7. maí 2020 varðandi niðurstöðu frá opnun tilboða kynnt fyrir ráðinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda í hverjum flokki að útboðsgögnum uppfylltum.

13.Metanknúinn götusópur - útboð

Málsnúmer 2020030082Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi niðurstöðu frá opnun tilboða kynnt fyrir ráðinu.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda Aflvéla ehf. að útboðsgögnum uppfylltum.

14.Umhverfismiðstöð - verkefni, stefnumótun og framtíð

Málsnúmer 2020050107Vakta málsnúmer

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynnti starfsemi og stefnumótun á umhverfisimiðstöð.

Fundi slitið - kl. 11:15.