Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019060039

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Lagður fyrir fjárhagsrammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 58. fundur - 21.06.2019

Húsaleiguáætlun fyrir árið 2020 kynnt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 61. fundur - 30.08.2019

Umræður vegna yfirstandandi gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 62. fundur - 06.09.2019

Farið yfir fjárhagsáætlunargerð slökkviliðs, fasteigna og leiguíbúða fyrir árið 2020.

Ólafur Stefánsson slökkvistjóri sat fundun undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar yfirferðina.



Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista vék af fundi kl. 9:15.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 63. fundur - 13.09.2019

Farið yfir fjárhagsáætlunargerð fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 64. fundur - 20.09.2019

Lögð fyrir fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Ólafur Stefánsson slökkvistjóri sat fundinn undir þessum lið undir málaflokki 107 Brunamál og almannavarnir.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 í málaflokkum 106 Leik- og sparkvellir, 107 Brunamál og almannavarnir, 108 Hreinlætismál, 110 Umferðar- og samgöngumál , 111 Umhverfismál, 113 Atvinnumál, 131 Fasteignir Akureyrarbæjar, 147 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar og 143 Félagslegar íbúðir þó með þeim fyrirvörum að fyrirséð er að fjármagn vantar í málaflokk 110 vegna stækkunar á gatnakerfi í rekstri. Einnig er ljóst að fjármagn í snjómokstur er of lágt áætlað sé horft til kostnaðar síðustu 5 ára og telur ráðið að hækka þurfi rammann vegna þessa. Síðan eru málefni innan 106, 108 og 111 sem ráðið telur að æskilegt sé að fara í sem ekki eru á áætlun.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs frestar afgreiðslu á 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar.

Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 65. fundur - 27.09.2019

Lögð fyrir fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs og einnig kynnt drög að nýframkvæmdaáætlun fyrir árið 2020.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið undir málaflokkum 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 í málaflokkum 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.

Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 66. fundur - 11.10.2019

Teknar fyrir heildaráætlanir fyrir árið 2020 og starfsáætlun UMSA.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir starfsáætlanir umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2020.



Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 67. fundur - 01.11.2019

Lögð fram til samþykktar framkvæmdaráætlun fyrir árin 2020-2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árin 2020 -2022.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 69. fundur - 29.11.2019

Farið yfir kostnað sem lendir utan fjárhagsramma.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 76. fundur - 17.04.2020

Farið yfir breytingar á fjárfestingaráætlun og nýframkvæmdum í umhverfismálum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í þau verkefni sem talin eru upp.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 76. fundur - 17.04.2020

Umræður um breytingar á áætlun vegna COVID-19.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 77. fundur - 08.05.2020

Minnisblað dagsett 27. apríl 2020 varðandi framkvæmdir UMSA lagt fyrir ráðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 89. fundur - 13.11.2020

Staða eignfærsluverkefna í umhverfismálum á árinu 2020 kynnt fyrir ráðinu.