Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 8. maí 2020:
Minnisblað dagsett 23. mars 2020 varðandi starfsemi slökkviliðsins vegna fyrstu mánuða ársins og fyrir sumarið 2020.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í leið B vegna sumarsins og rúmast það innan áætlunar eins og staðan er í dag.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir við bæjarráð viðauka upp á kr. 10.600.000 vegna aðgerða sem farið var í vegna COVID-19. Færist það inn á rekstur: 1000 - 1072110 - 51110 og er því dreift frá mars til september.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.