Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:
Lagðar fram beiðnir til bæjarráðs um viðauka vegna framkvæmda í Lundarskóla og flutnings hluta starfseminnar í Rósenborg og Íþróttahöll samtals 150 milljónir króna ásamt viðauka vegna framkvæmda Bílaklúbbs Akureyrar við ofanvatn innan og utan svæðis samtals 9,3 milljónir króna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðauka til bæjarráðs vegna framkvæmda í Lundarskóla að upphæð 150 milljónir króna.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir með fjórum atkvæðum að óska eftir viðauka til bæjarráðs vegna framkvæmda við ofanvatn innan og utan svæðis hjá Bílaklúbbi Akureyrar að upphæð 9,3 milljónir króna.
Unnar Jónsson S-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.