Lundarskóli - þak

Málsnúmer 2020020505

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 19. febrúar 2020 varðandi viðhaldsþörf á þaki Lundarskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 74. fundur - 06.03.2020

Tekin fyrir þörf á viðhaldi á þaki Lundarskóli.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bjóða út viðhald á þaki b-álmu Lundarskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 77. fundur - 08.05.2020

Minnisblað dagsett 24. apríl 2020 varðandi framkvæmdir við Lundarskóla lagt fyrir ráðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 79. fundur - 05.06.2020

Staðan á fyrirhuguðum framkvæmdum við Lundarskóla kynnt fyrir ráðinu.

Fræðsluráð - 32. fundur - 15.06.2020

Lagt var fram minnisblað frá UMSA og skýrsla frá Mannviti um fyrirhugaðar aðgerðir í Lundarskóla vegna endurbóta.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.
Meirihluti fræðsluráðs óskar eftir að farið verði í gagngerar endurbætur við Lundarskóla auk stækkunar á matsal og frágangi á lóð. Auk þess leggur fræðsluráð áherslu á að hugað verði að hönnun og byggingu leikskóla við Lundarskóla í framtíðinni. Í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs. Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Rósa Njálsdóttir M-lista sat hjá.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.

Bæjarráð - 3688. fundur - 18.06.2020

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. júní 2020:

Lagt var fram minnisblað frá UMSA og skýrsla frá Mannviti um fyrirhugaðar aðgerðir í Lundarskóla vegna endurbóta.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.

Meirihluti fræðsluráðs óskar eftir að farið verði í gagngerar endurbætur við Lundarskóla auk stækkunar á matsal og frágangi á lóð. Auk þess leggur fræðsluráð áherslu á að hugað verði að hönnun og byggingu leikskóla við Lundarskóla í framtíðinni. Í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs. Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Rósa Njálsdóttir M-lista sat hjá.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.


Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi, Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi, Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds á umhverfis- og mannvirkjasviði og Erla Sara Svavarsdóttir byggingarverkfræðingur frá Mannviti sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. júní 2020:

Lagt var fram minnisblað frá UMSA og skýrsla frá Mannviti um fyrirhugaðar aðgerðir í Lundarskóla vegna endurbóta.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.

Meirihluti fræðsluráðs óskar eftir að farið verði í gagngerar endurbætur við Lundarskóla auk stækkunar á matsal og frágangi á lóð. Auk þess leggur fræðsluráð áherslu á að hugað verði að hönnun og byggingu leikskóla við Lundarskóla í framtíðinni. Í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs. Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Rósa Njálsdóttir M-lista sat hjá.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að farið verði í enduruppbyggingu á álmum A og B í Lundarskóla sbr. framlagt minnisblað. Meirihluti bæjarráðs tekur undir bókun fræðsluráðs frá 15. júní sl. þar sem fram kemur að í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs.

Meirihluti bæjarráðs felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og í framhaldinu að leggja fram tillögu að viðauka vegna framkvæmdanna á árinu 2020 og samhliða því að endurskoða, í samstarfi við sviðsstjóra fjársýslusviðs, framkvæmdaáætlun áranna 2021-2023 í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt samþykkir meirihluti bæjarráðs að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að fjárhæð 150 milljónir króna vegna bráðabirgðaaðgerða sem ráðast þarf í svo hægt verði að halda upp skólastarfi veturinn 2020-2021. Enn fremur felur meirihluti bæjarráðs sviðsstjóra fræðslusviðs að kynna ákvörðun bæjarráðs fyrir skólaráði Lundarskóla og ungmennaráði.


Gunnar Gíslason D-lista greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég greiði atkvæði gegn þeirri ákvörðun meirihluta bæjarráðs að farið verði í endurbyggingu á A og B álmu Lundarskóla. Ég tel að það sé ekki forsvaranlegt að leggja í áætlaðan kostnað við endurbyggingu í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um ástand bygginganna. Það er margt sem bendir til þess að kostnaður verði mun meiri en áætlaður er. Ég tel að miðað við þær upplýsingar sem ég hef aflað mér um kostnað við nýbyggingu verði heildarkostnaður endurbóta við A og B álmu ríflega 80% af þeim kostnaði. Það sem er alvarlegt að mínu mati er að áfram verður helmingur af kennslurými Lundarskóla í kjallara, þótt grafið verði frá honum að hluta og ekki er tryggt að núverandi vandi verði leystur til frambúðar. Það eru til lausnir til að brúa skólahald á meðan eldri byggingar eru rifnar og nýjar byggðar sem geta verið mjög ásættanlegar í takmarkaðan tíma. Það er ekkert sem bendir til þess að það hafi neikvæð áhrif á faglegt skólastarf þótt skólastarfið fari fram í bráðabirgðahúsnæði um tíma. Þar má benda á framsækið skólastarf í Norðlingaskóla sem um margra ára skeið var rekið í bráðabirgðaaðstöðu. Það að fara í nýbyggingu getur þýtt það að skólastarfið þarf að vera einu til tveimur árum lengur í bráðabirgðahúsnæði en það tel ég réttlætanlegan „fórnarkostnað“ sé horft til lengri tíma. Ég hef einnig verulegar áhyggjur af því að það muni dragast úr hömlu að ný leikskólabygging verði reist í stað Lundarsels þar sem það væri kjörið tækifæri til að byggja eitt og sama húsið yfir leik- og grunnskólann og ná þannig fram bæði samlegð og hagræði.

Þá hef ég áhyggjur af því að þessi ákvörðun meirihlutans hafi ekki verið kynnt foreldrum, starfsfólki og skólaráði með nægjanlega skýrum hætti áður en hún var tekin.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 80. fundur - 26.06.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 23. júní 2020 vegna endurbóta á tveimur álmum í Lundarskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 81. fundur - 21.08.2020

Rætt um stöðuna á framkvæmdunum og flutningnum á hluta starfseminnar í Rósenborg og Íþróttahöllina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 84. fundur - 11.09.2020

Lögð fram opnun tilboða í endurnýjun á þaki A-álmu Lundarskóla dagsett 10. september 2020.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda BB bygginga ehf.