Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. júní 2020:
Lagt var fram minnisblað frá UMSA og skýrsla frá Mannviti um fyrirhugaðar aðgerðir í Lundarskóla vegna endurbóta.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.
Meirihluti fræðsluráðs óskar eftir að farið verði í gagngerar endurbætur við Lundarskóla auk stækkunar á matsal og frágangi á lóð. Auk þess leggur fræðsluráð áherslu á að hugað verði að hönnun og byggingu leikskóla við Lundarskóla í framtíðinni. Í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs. Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.
Rósa Njálsdóttir M-lista sat hjá.
Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.
Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi, Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi, Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds á umhverfis- og mannvirkjasviði og Erla Sara Svavarsdóttir byggingarverkfræðingur frá Mannviti sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.