Málsnúmer 2018020409Vakta málsnúmer
Akureyrarkaupstaður er aðili að Compact of Mayors ( Nú Global Covenant of Mayors for Climate & Energy, GCMCE) sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um allan heim um vilja til að draga úr gróðurhúsalofttegund, styrkja viðnámsþol gegn loftlagsbreytingum, birta tölulegar upplýsingar um frammistöðu viðkomandi borga gegn loftlagsmálum og setja markmið um enn betri frammistöðu. Aðild Akureyrarkaupstaðar kallar á að kolefnissporið sé reiknað fyrir sveitarfélagið allt sem landfræðilegt svæði og að árlega sé gert grein fyrir kolefnislosun bæjarins.
Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. (Environice) mætti á fundinn og fór yfir verkefnið og kynnti helstu niðurstöður fyrir árið 2017.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður í hennar stað.