Umhverfis- og mannvirkjaráð

49. fundur 01. febrúar 2019 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Unnar Jónsson
  • Gunnar Gíslason
  • Berglind Bergvinsdóttir
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Unnar Jónsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur S-lista.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður í hennar stað.

1.Parísarsáttmálinn - loftslagsbreytingar

Málsnúmer 2018020409Vakta málsnúmer

Akureyrarkaupstaður er aðili að Compact of Mayors ( Nú Global Covenant of Mayors for Climate & Energy, GCMCE) sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um allan heim um vilja til að draga úr gróðurhúsalofttegund, styrkja viðnámsþol gegn loftlagsbreytingum, birta tölulegar upplýsingar um frammistöðu viðkomandi borga gegn loftlagsmálum og setja markmið um enn betri frammistöðu. Aðild Akureyrarkaupstaðar kallar á að kolefnissporið sé reiknað fyrir sveitarfélagið allt sem landfræðilegt svæði og að árlega sé gert grein fyrir kolefnislosun bæjarins.

Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. (Environice) mætti á fundinn og fór yfir verkefnið og kynnti helstu niðurstöður fyrir árið 2017.


Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

2.Olíutankar við starfstöðvar Akureyrarbæjar - möguleg kaup

Málsnúmer 2019010362Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað dagsett 30. janúar 2019 varðandi möguleg kaup á olíutönkum við Umhverfismiðstöð, Malbikunarstöð, Hlíðarfjall og Lystigarð.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupa 7 olíutanka fyrir upphæð kr. 1.570.000 án vsk.

3.Umhverfismiðstöð - ráðning verkstjóra hjá SVA

Málsnúmer 2019010363Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 30. janúar 2019 varðandi ráðningu verkstjóra til SVA.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Andri Teitsson L-lista vék af fundi kl. 9:28 og Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista tók við fundarstjórn.

4.Eftirlitsmyndavélar á Akureyri

Málsnúmer 2017050095Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn samningsdrög að samningi við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Neyðarlínuna ohf. varðandi kaup, uppsetningu og rekstur eftirlitsmyndavélakerfis á Akureyri.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn og kynnti málið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

5.Hörgárbraut - bætt umferðaröryggi

Málsnúmer 2018100130Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 18. október 2018 vísað eftirfarandi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa 4. október 2018 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Eidís Björnsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Ágúst Lárusson

og Einar Helgason mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Þau vilja að ráðist verði strax í framkvæmdir við Hörgárbraut áður en dauðaslys verður

þar. Vilja fá undirgöng eða brú í stað gangbrautar og vilja fá grindverk á milli akreina svo ekki sé hægt að ganga hvar sem er yfir götuna. Fólk er mjög hrætt um börnin sín þarna og mikið um slys og árekstra. Vilja fá gönguljósin strax upp og spyrja hvar þau séu. Þau telja að betra sé að loka gangbrautinni alveg heldur en að hafa hana í því ástandi sem hún er í dag. Töluðu um að mikið væri um kappakstur þarna frá ljósunum við Olís og

upp að hringtorgi við Bónus og aftur niðureftir. Vantar að merkja betur göngubrautir í

Glerárhverfi. Nefndu einnig að það mætti vera gangbrautavörður þarna á skólatíma.


Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendinguna.

Hörgárbrautin er þjóðvegur og eru allar framkvæmdir gerðar í samstarfi við Vegagerðina. Sumarið 2018 hófst stórt átak á og við þjóðveginn í gegnum bæinn. Ein aðgerð var að bæta við gangbrautarljósum yfir Hörgárbrautina sem tekin voru í notkun í lok október.

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Tryggvabraut og gatnamót við Hörgárbraut þar sem skoðaðar verða leiðir til þess að þvera Hörgárbraut á sem öruggastan hátt.

Einnig hafa gangbrautir hringtorgsins við Undirhlíð verið lagfærðar með betri lýsingu, upplýstu gangbrautarmerki og blikkandi ljósi.

6.Íþróttasvæði Þórs - umferðaröryggismál

Málsnúmer 2018120049Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá stjórn Íþróttafélagsins Þórs dagsett 22. nóvember 2018 og bókun skipulagsráðs frá 28. nóvember 2018.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sat fundinn undir þessum lið.
Aðgerðir sem farið hefur verið í eða til stendur að fara í eru; ný gangbrautarljós yfir Hörgárbrautina við Glerárbrú, gangbrautir við Undirhlíð/Hörgárbraut endurgerðar. Lokið verður við að endurnýja gangbrautarljós við Stórholt árið 2019. Fyrirhugaðar aðgerðir eru endurgerð hraðahindrunar við Melgerðisás með lýsingu, stefnt á að gera stíg úr Skarðshlíð að Boganum, bílaumferð um stíg ofan Þórssvæðis verður takmörkuð með hliðum, jafnframt er í skoðun að bæta merkingar og lýsingu gönguþverana í hverfinu, sem og í öllum bænum. Á fundi umhverfis- og mannvirkjasviðs með skipulagssviði var bókað að rýna ætti allt hverfið í heild sinni með umferðaröryggi í huga og verður óskað eftir fjármagni í það verk.

7.Losun jarðvegs - Blómsturvellir

Málsnúmer 2019010354Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi Akureyrarbæjar og Hörgársveitar um losun jarðvegs að Blómsturvöllum.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagt samkomulag.

Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 10:07.

8.Sorpmál Akureyrarbæjar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2018080972Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. janúar 2019 frá vinnuhópi um framtíðarsýn í sorpmálum Akureyrarbæjar. Einnig var kynntur samstarfshópur Eyþings og SSNV um sama málefni og aðkoma Akureyrarbæjar að þeim vinnuhópi.

9.Jaðarsvöllur - landmótun og stækkun

Málsnúmer 2016070070Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 1. nóvember 2018 og frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum unnin af EFLU dagsett 24. september 2018.

10.Glerárdalur - leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í fólkvanginum

Málsnúmer 2016120037Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Bergmönnum ehf. dagsett 15. janúar 2019, um leyfi til þyrluflugs innan fólkvangsins Glerárdals á tímabilinu 1. febrúar til 30. júní árin 2019-2023, til vara er sótt um leyfi á sama tímabili til eins árs, það er 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá Bergmönnum ehf. um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum á Glerárdal. Ráðið gerir fyrirvara um að farið verði eftir reglugerðum er gilda um vatnsverndarsvæði og að leyfið verði veitt tímabundið til eins árs.

11.Naustahverfi 7. áfangi - Hagar

Málsnúmer 2017080054Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 6 dagsett 16. janúar 2019 vegna framkvæmdanna.

12.Lystigarður kaffihús - rekstur

Málsnúmer 2014020205Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. janúar 2019 varðandi beiðni leigutaka um endurskoðun á gildandi leigusamningi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð getur ekki orðið við erindinu.

13.Íþróttahúsið við Dalsbraut - endurbætur á búningsklefum

Málsnúmer 2019010361Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 31. janúar 2019 um endurbætur á búningsklefum. Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður 50 milljónir kr.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina og að framkvæmdakostnaði verði skipt þannig að 20 milljónir greiðist af nýframkvæmdaáætlun og 30 milljónir greiðist af viðhaldi.

14.Snjómokstur og hálkuvarnir - útboð 2019

Málsnúmer 2019010353Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. janúar 2019 þar sem kynntur var undirbúningur fyrir útboð í snjómokstur og hálkuvarnir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

15.Verkfundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010182Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram á fundinum: Klettaborg 43: 3. og 4. verkfundur dagsettir 17. og 24. janúar 2019.

Sorpmál framtíðarsýn: 1.- 5. fundur verkefnisliðs dagsettir 12., 14. og 28. nóvember 2018 og 16. og 21. janúar 2019.

Fundi slitið - kl. 11:15.