Lagt fram minnisblað dagsett 2. maí 2019 varðandi breytta kostnaðaráætlun og niðurstöðu útboðs á framkvæmdum við búningsklefa í Íþróttahúsi Lundarskóla. Vegna aukins kostnaðar við almenningssalerni, salerni fyrir fatlaða, ný salerni fyrir konur og loftaefnis/loftræstistokka á gangi hefur kostnaðaráætlun hækkað um 15 milljónir króna.
Tvö tilboð bárust:
HHS verktakar ehf. 111% af frumkostnaðaráætlun.
Verkvit húsasmiðir ehf. 116% af frumkostnaðaráætlun.
Kristján Snorrason byggingastjóri viðhalds sat fundinn undir þessum lið.