Lögð fram til staðfestingar drög að samningi við Menningarfélagið Hof ses til tveggja ára. Samkvæmt þeim verður rekstrarframlag til félagsins óbreytt á samningstímanum og felld er niður eingreiðsla vegna stofnbúnaðarkaupa sem getið var um í fyrri samningi. Helstu markmið samningsins eru hin sömu og í eldri samningi: Að skapa eftirsóknarverðan vettvang fyrir tónlistar- og menningarlíf ásamt ráðstefnu- og sýningarhaldi á Norðurlandi, styrkja ímynd Akureyrar sem ferðamannastaðar með fyrsta flokks aðstöðu í einstöku húsi, skapa metnaðarfulla aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk Tónlistarskólans og umhverfi sem styður við starfsemi hans og frekari þróun.
Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela framkvæmdastjóra að hefja viðræður við félagið.