Stjórn Akureyrarstofu

101. fundur 28. júní 2011 kl. 17:00 - 19:30 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Sigmundur Ófeigsson
  • Þórarinn Stefánsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Akureyrarstofa - samráðsfundur með stjórnendum Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2011060105Vakta málsnúmer

Stefán B. Sigurðursson rektor Háskólans á Akureyri og Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi skólans komu á fundinn og fór yfir stöðu Háskólans og helstu ógnanir og tækifæri í nánustu framtíð.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Stefáni og Dagmar fyrir greinargóðar upplýsingar um stöðu Háskólans á Akureyri. Stjórnin telur að mikilvægt sé að styrkja enn frekar samstarf milli HA og bæjarins. Stjórnin ítrekar mikilvægi þess að starfræktur sé öflugur háskóli á Akureyri og að standa þurfi vörð um starfsemi hans. Fram kom í máli Stefáns og Dagmarar að til stæði að koma á samráðshópi skipaðan fulltrúum bæjarins og Háskólans á Akureyri og hvetur stjórnin til þess að sá hópur taki til starfa eins fljótt og auðið er.

2.Starfshópur Akureyrarstofu um atvinnumál

Málsnúmer 2010060120Vakta málsnúmer

Fyrr á árinu skilaði starfshópur um atvinnumál skýrslu til stjórnar Akureyrarstofu með ýmsum tillögum um aðkomu bæjarins að málaflokknum. Ein þeirra snýst um að móta atvinnustefnu fyrir Akureyrarbæ, sem næði fram yfir kosningar og þverpólitísk sátt væri um. Framhald umræðu frá síðasta fundi þar sem lögð voru fram drög að erindisbréfi fyrir nýja verkefnisstjórn um atvinnumál.

Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir að setja á stofn verkefnisstjórn skipaða fulltrúum allra stjórnmálaafla sem ætlað er að móta atvinnustefnu fyrir bæinn ásamt því að gera tillögur að verkefnum til styrkingar atvinnulífinu.
Stjórnin felur framkvæmdarstjóra að útbúa erindisbréf í samræmi við fyrirliggjandi drög.

Helena Þ. Karlsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
Ég get fallist á að sett verði á fót sérstök verkefnastjórn sem ætlað er að móta stefnu Akureyrarbæjar í atvinnumálum og að verkefnastjórninni verði falið að skila stjórn Akureyrarstofu drögum að framtíðarstefnu Akureyrarbæjar í atvinnumálum í síðasta lagi 15. janúar 2012. Er slík vinna í samræmi við það verklag sem viðhaft er við endurskoðun á menningarstefnu Akureyrarbæjar.

Ég tel hins vegar óeðlilegt að verkefnisstjórninni sé einnig ætlað að vera stjórn Akureyrarstofu til ráðgjafar um sérstök verkefni og aðgerðir. Með því eru atvinnumálin, einn málaflokka, sem heyrir undir stjórn Akureyrarstofu, tekinn út og settur undir sérstakan verkefnahóp.
Það hefur enn ekki verið skilgreint hvað flokkast undir atvinnumál og því er hlutverk verkefnishópsins óljóst og óskilgreint. Ég tel það auka flækjustig stjórnsýslunnar, auka ógegnsæi og þar með ekki samrýmast góðum stjórnsýsluháttum. Ég mun því sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Sóley Björk Stefánsdóttir fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs óskar bókað:
Ég tel það mjög mikilvægt að bæði karlar og konur komi að jöfnu að stefnumótun, skilgreiningu og ráðgjöf varðandi atvinnumál. Ég get því ekki samþykkt afgreiðslu þessa máls þar sem jöfn aðkoma kynjanna er ekki tryggð.

Halla Björk Reynisdóttir, Sigmundur Ófeigsson og Þórarinn Stefánsson fulltrúar L-listans óska bókað:
Við teljum það afar mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um atvinnustefnu fyrir Akureyarbæ.
Í þeim tilgangi verður nú settur á fót starfshópur skipaður einum aðila frá hverjum flokki/lista. Þar sem að ekki er gert ráð fyrir fleirum frá hverjum flokki/lista teljum við ógerlegt að gera kröfu um jafnan kynjakvóta þó að við að sjálfsögðu mælumst til þess.
Í því augnamiði leggjum við til að varamenn verði skipaðir í hópinn og þeir þá af gagnstæðu kyni við aðalmenn. Þá teljum við ávinning af því að starfshópurinn komi með tillögur til stjórnar Akureyrarstofu að bráðaaðgerðum í atvinnumálum, sem og að stjórnin geti leitað til hópsins.

3.Skipulagsbreytingar í Listagili - hugmyndavinna 2011

Málsnúmer 2011040137Vakta málsnúmer

Framhald umræðu um skipulagsbreytingar í Listagili, sem áttu sér upphaf í vinnu við fjárhagsáætlunargerð síðasta haust. Lagt fram minnisblað um stöðu mála og næstu skref. Sóley Björk Stefánsdóttir vék af fundi við umræðu um málið.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

4.Leikfélag Akureyrar - endurnýjun samnings 2011

Málsnúmer 2011050144Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi fyrir yfirstandandi ár. Vonir standa til þess að næsti samningur Akureyrarbæjar og ríkisins um samstarf í menningarmálum verði a.m.k. til þriggja ára og þar með gefist færi á að gera lengri samning við félagið.

Stjórn Akureyrastofu felur framkvæmdarstjóra að ganga frá samningi við Leikfélag Akureyrar byggðan á fyrirliggjandi drögum. Þá telur stjórnin mikilvægt að ljúka samningi til lengri tíma fyrir áramót 2011-2012. Stjórnin leggur einnig til að framkvæmdastjóri samræmi alla stærri samninga sem Akureyrarstofa gerir við menningarstofnanir.

5.Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - endurnýjun samnings 2011

Málsnúmer 2011060053Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjun á samningi Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitarinnar. Vonir standa til þess að næsti samningur Akureyrarbæjar og ríkisins um samstarf í menningarmálum verði a.m.k. til þriggja ára og þar með gefist færi á að gera lengri samning við hljómsveitina.

Stjórn Akureyrastofu felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands byggðan á fyrirliggjandi drögum. Þá telur stjórnin mikilvægt að ljúka samningi til lengri tíma fyrir áramót 2011-2012.

6.Verkefnastjóri atvinnumála - stjórnsýslukæra

Málsnúmer 2011020068Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna kæru Bjarkar Sigurgeirsdóttur vegna ráðningar verkefnisstjóra atvinnumála. Ráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að ráðningin hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt nægilega að andmælarétti umsækjanda og ekki sé hægt að útloka að það hafi haft áhrif á niðurstöðuna og þar með geti Akureyrarkaupstaður ekki fullyrt að hæfasti umsækjandinn hafi orðið fyrir valinu. Með tilliti til þess er starfið hlaut verður hin kærða ákvörðun þó ekki felld úr gildi.

Þar sem ákvörðun Akureyrarkaupstaðar um ráðningu í starf verkefnisstjóra var metin ólögmæt leggur stjórn Akureyrarstofu áherslu á að góðra stjórnsýsluhátta sé gætt við meðferð mála hjá Akureyrarkaupstað. Stjórnin leggur til við bæjarstjóra að starfsmannastjóra ásamt bæjarlögmanni verði falið að endurskoða verklagsreglur um ráðningaferli með hliðsjón af niðurstöðunni.

7.Hátíðir og viðburðir á Akureyri 2011

Málsnúmer 2011050022Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmd Bíladaga 2011 og mat lögreglunnar og Bílasklúbbsins á því hvernig gekk.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því hversu vel tókst til með samræmingu aðgerða þeirra aðila sem komu að undirbúningi bíladaga. Nýtt svæði Bílaklúbbsins við Hlíðarfjallsveg nýttist vel og þáttakendur almennt mjög ánægðir.

8.Þjóðskrá Íslands - fjölgun starfa á Akureyri

Málsnúmer 2011060106Vakta málsnúmer

Fyrirhugaður er flutningur Þjóðskrár í Sýslumannshúsið og jafnframt því stendur til að fjölga starfmönnum. Í þessari viku verður tveimur starfsmönnum bætt við og von er á öðrum tveimur í haust. Þá má telja líklegt að bætt verði við 1-2 stöðugildum í byrjun árs 2012.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að Þjóðskrá fjölgi stöðugildum á Akureyri. Hún hvetur einnig aðrar ríkisstofnanir til að huga að því að auka verkefni og/eða flytja verkefni til svæðisins.

9.Ferðamálafélag Hríseyjar - samningur 2011-2012

Málsnúmer 2011060099Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar nýr samningur við Ferðamálafélagið.

Stjórn Akureyrastofu felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Ferðamálafélag Hríseyjar byggðan á fyrirliggjandi drögum.

Fundi slitið - kl. 19:30.