Rætt um framkvæmd Bíladaga 2011 og þær ráðstafanir sem í undirbúningi eru til að bæta menningu og umgengni á meðan þeir standa yfir. Framkvæmdastjóri greindi frá undirbúningnum sem hefur gengið vel og staðið yfir frá því um áramót. Einstakir viðburðir verða fluttir á nýtt svæði Bílaklúbbsins og gætt verður að því að viðburðir rekist sem minnst á við aðra viðburði í bænum, sérstakt tjaldsvæði verður við aksturssvæðið og settar verða sérstakar siðareglur hátíðarinnar. Þá mun lögregla herða allt eftirlit og gæslu þessa helgi.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með vel skipulagðan undirbúning og tímanlegan. Stjórnin leggur sérstaka áherslu á að löggæsla verði elfd eins og kostur er á meðan á hátíðarhöldunum stendur. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.