Stjórn Akureyrarstofu

311. fundur 14. janúar 2021 kl. 14:30 - 16:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Sigríður Ólafsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Sigríður Ólafsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Önnu Fanneyjar Stefánsdóttur.
Finnur Dúa Sigurðsson V-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2021

Málsnúmer 2020060900Vakta málsnúmer

Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu lögð fram til samþykktar.
Sjórn Akureyrarstofu samþykkir starfsáætlun 2021.

Starfsáætlunin er unnin í anda samstarfssáttmála bæjarstjórnar þar sem meðal annars er lögð áhersla á að fækka ólögbundnum verkefnum og að rekstur Akureyrarbæjar verði fjárhagslega sjálfbær á næstu fimm árum.

2.Menningarsjóður Akureyrar - breyting á verklagsreglum

Málsnúmer 2015110169Vakta málsnúmer

Drög að breytingum á verklagsreglum menningarsjóðs lagðar fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytingar á verklagsreglum menningarsjóðs og samþykkir að sérstök áhersla verði á fjölbreytileika og hinsegin samfélagið við úthlutun styrkja úr sjóðnum á árinu 2021.

3.Barnamenningarhátíð á Akureyri

Málsnúmer 2019030063Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í faghóp barnamenningarhátíðar sbr. 3. grein verklagsreglna um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á barnamenningarhátíð á Akureyri.
Stjórn Akureyrastofu samþykkir að tilnefna Heimi Ingimarsson og Sigfús Arnar Karlsson sem fulltrúa í faghóp barnamenningarhátíðar.

4.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Umræða um aðgerðir upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

5.Samningur við Gilfélagið um leigu á Deiglunni

Málsnúmer 2020020492Vakta málsnúmer

Samningur við Gilfélagið um leigu á Deiglunni lagður fram til samþykktar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.

6.List á hringtorgum

Málsnúmer 2021010011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2021 frá Guðmundi R. Lúðvíkssyni myndlistarmanni þar sem kynnt er hugmynd um að setja listaverk á hringtorg í bænum.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

7.Hollvinafélag Húna II - samningur 2021

Málsnúmer 2020120340Vakta málsnúmer

Samningur við Hollvinafélag Húna II fyrir árið 2021 lagður fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

8.Súlur Vertical - stuðningur við fjallahlaupið

Málsnúmer 2021010344Vakta málsnúmer

Rætt um hugsanlega aðkomu Akureyrarbæjar að fjallahlaupinu Súlur Vertical.

9.Minjasafnið á Akureyri - fundargerðir stjórnar

10.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

Fundi slitið - kl. 16:30.