Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020

Málsnúmer 2019050308

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 278. fundur - 16.05.2019

Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020. Tímalína fjárhagsáætlunar lögð fram til kynningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 279. fundur - 27.05.2019

Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020
Starfsmönnum falið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 280. fundur - 06.06.2019

Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2020.

Sverre Andreas Jakobsson vék af fundi kl. 13:15.

Stjórn Akureyrarstofu - 281. fundur - 20.06.2019

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020.

Finnur Sigurðsson vék af fundi kl. 17:10.

Stjórn Akureyrarstofu - 282. fundur - 15.08.2019

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020.
Í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2020 vill stjórn Akureyrarstofu kanna möguleika á því að selja Sigurhæðir og óskar eftir umsögn Minjasafnsins á Akureyri um þá tillögu.



Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að kanna möguleika á því að leigja eða selja húsnæði Deiglunnar.



Vegna takmarkaðrar nýtingar á frumkvöðlasetrinu við Glerárgötu 34 samþykkir stjórn Akureyrarstofu að segja upp samningum vegna starfseminnar við Glerárgötu og hún verði lögð niður í núverandi mynd. Í skoðun eru aðrar útfærslur í samstarfi við AFE.



Finnur Dúa fulltrúi V-lista er sammála bókuninni að öllu leyti en leggur áherslu á að Deiglan verði nýtt áfram undir menningar- og listatengda starfsemi.

Stjórn Akureyrarstofu - 283. fundur - 29.08.2019

Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020.

Stjórn Akureyrarstofu - 284. fundur - 12.09.2019

Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Erindi frá forstöðumanni Héraðsskjalasafnsins fylgdi með þessu erindi þar sem óskað er eftir viðbótarstöðugildi.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við beiðni forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins um aukið stöðugildi.



Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagðar gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til bæjarráðs.



Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og vísar henni til bæjarráðs.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Stjórn Akureyrarstofu - 293. fundur - 23.01.2020

Endurskoðuð starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu út frá samþykktri fjárhagsáætlun 2020 lögð fram til kynningar.