Stjórn Akureyrarstofu

243. fundur 20. desember 2017 kl. 16:15 - 17:55 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Ármann Sigurjónsson
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Guðmundur Ármann Sigurjónsson V-lista mætti í forföllum Hildar Friðriksdóttur.

1.Þrettándagleði Þórs 2018 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2017120264Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Valdimar Pálsson framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs, óskar f.h. hönd félagsins, eftir styrk að upphæð kr. 350.000 vegna kostnaðar við Þrettándagleði Þórs í janúar á næsta ári.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000 til verkefnisins.

2."The Color Run" Akureyri - leyfisósk og styrkbeiðni

Málsnúmer 2017020093Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2017 frá skipuleggjendum Color Run á Íslandi þar sem óskað er eftir styrk vegna viðburðarins sumarið 2018.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 150.000. Jafnframt felur stjórnin starfsmönnum Akureyrarstofu að eiga samtal við forsvarsmenn hlaupsins um framkvæmdina.

3.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2018

Málsnúmer 2017050182Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að greinargerð deildarstjóra Akureyrarstofu v/stöðu samnings við ríkið um menningarmál.

4.Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun samninga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Menningarfélag Akureyrar.
Með þessum samningi er fest í sessi til næstu 3ja ára það fyrirkomulag að MAk reki undir einum hatti þá starfsemi sem félögin þrjú, LA, MH og SN höfðu áður með höndum. Allur rekstur verður á einni hendi og MAk ber eitt alla ábyrgð á verkefnum, skyldum og réttindum sem af þessum samningi leiða. Með auknu framlagi Ríkisins til menningarmála samkvæmt fjárlögum og samþykktri fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar munu framlög til MAk að óbreyttu aukast um kr. 45,6 milljónir á árinu 2018.

Fundi slitið - kl. 17:55.