Erindi dagsett 4. desember 2017 frá Davíð Lúther Sigurðarsyni þar sem hann fyrir hönd Basic International ehf. óskar eftir leyfi og samvinnu bæjaryfirvalda vegna The color Run litahlaups á Akureyri þann 7. júlí 2018. Óskað er eftir framkvæmdaheimild fyrir dagana 6.- 8. júlí 2018 vegna undirbúnings og frágangs. Um er að ræða leyfi fyrir aðstöðu í enda Hólabrautar við Akureyrarvöll fyrir svið og hljóðkerfi ásamt litastöðvum í Hafnarstræti við hús nr. 26 og í Aðalstræti við Minjasafnið.
Jafnframt er óskað eftir lokunum gatna vegna hlaupsins frá 15:30-18:00 þ.e.: Hólabraut, Túngata, Ráðhústorg, Skipagata (öll), Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar upp fyrir Hafnarstræti. Best væri að takmarka umferð frá Eyrarlandsvegi þar sem gatan verður orðin botngata en klárlega hægt að hleypa umferð að Hótel KEA svo dæmi sé tekið. Hafnarstræti (allt), Austurbrú frá Drottningarbraut að Hafnarstræti, Aðalstræti (allt), Naustafjara. Duggufjara og Búðarfjara lokast inni með lokun Aðalstrætis.
Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar dagsett 11. janúar 2018 enda verði litastöðvar hreinsaðar vel strax að hlaupi loknu.