"The Color Run" Akureyri - leyfisósk og styrkbeiðini

Málsnúmer 2017020093

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 225. fundur - 16.02.2017

Erindi dagsett 13. febrúar 2017 frá Davíð Lúther Sigurðarsyni, f.h. almenningshlaupsins 'The Color Run' á Íslandi, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda hlaupið á Akureyri og aðstoð Akureyrarbæjar við afmarkaða þætti.

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja framkvæmd hlaupsins um kr. 250.000. Leyfi vegna lokana gatna og annarra þátta er vísað til skipulagsstjóra Akureyrarbæjar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 625. fundur - 23.03.2017

Erindi dagsett 13. febrúar 2017 frá Davíð Lúther Sigurðarsyni þar sem hann fyrir hönd Basic International ehf. óskar eftir leyfi og samvinnu bæjaryfirvalda vegna The color Run litahlaups á Akureyri þann 8. júlí 2017. Óskað er eftir framkvæmdaheimild fyrir dagana 7. - 9. júlí 2017 vegna undirbúnings og frágangs. Um er að ræða leyfi fyrir aðstöðu á Ráðhústorgi fyrir svið og hljóðkerfi ásamt litastöðvum í Hafnarstræti við hús nr. 26 og í Aðalstræti við Minjasafnið.

Jafnframt er óskað eftir lokunum gatna vegna hlaupsins frá 15:30-18:00 þ.e.:

Túngata frá Bankastíg að Ráðhústorgi.

Skipagata (öll).

Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar upp fyrir Hafnarstræti. Best væri að takmarka umferð frá Eyrarlandsvegi þar sem gatan verður orðin botngata en klárlega hægt að hleypa umferð að Hótel KEA svo dæmi sé tekið.

Hafnarstræti (allt).

Austurbrú við Drottningarbraut.

Vegkaflinn frá Drottningarbraut að Hafnarstræti.

Aðalstræti (allt). Duggufjara og Búðarfjara lokast inni með lokun Aðalstrætis.

Naustafjara.

Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar dagsett 13. mars 2017 enda verði litastöðvar hreinsaðar vel strax að hlaupi loknu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samráð skal haft við lögregluna og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna lokunar gatna. Hreinsun litasvæða og hlaupaleiða skal gerð strax eftir að hlaupi lýkur í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 637. fundur - 29.06.2017

Erindi í tölvupósti dagsettum 26. júní 2017 frá Haraldi Daða Ragnarssyni þar sem hann fyrir hönd Basic International ehf. sækir um breytingu á áður útgefnu leyfi vegna The color Run litahlaups á Akureyri þann 8. júlí 2017.

Um er að ræða að færa rásmark og endastöð hlaupsins að brekkunni sunnan við Akureyrarvöll og þar yrði sviðið. Við það bætist við hlaupaleiðina frá rásmarki Hólabraut og Túngata og Brekkugata að endastöð.

Einnig er óskað eftir breytingu vegna þessa á lokun gatna þ.e. að Hólabraut, Túngata og Brekkugata bætist við áður samþykktar lokanir og að tími lokananna færist fram um einn tíma og verði frá 14:30 í stað 15:30 og þar til hlaupi lýkur um kl. 18:00.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

Stjórn Akureyrarstofu - 243. fundur - 20.12.2017

Erindi dagsett 4. desember 2017 frá skipuleggjendum Color Run á Íslandi þar sem óskað er eftir styrk vegna viðburðarins sumarið 2018.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 150.000. Jafnframt felur stjórnin starfsmönnum Akureyrarstofu að eiga samtal við forsvarsmenn hlaupsins um framkvæmdina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 661. fundur - 11.01.2018

Erindi dagsett 4. desember 2017 frá Davíð Lúther Sigurðarsyni þar sem hann fyrir hönd Basic International ehf. óskar eftir leyfi og samvinnu bæjaryfirvalda vegna The color Run litahlaups á Akureyri þann 7. júlí 2018. Óskað er eftir framkvæmdaheimild fyrir dagana 6.- 8. júlí 2018 vegna undirbúnings og frágangs. Um er að ræða leyfi fyrir aðstöðu í enda Hólabrautar við Akureyrarvöll fyrir svið og hljóðkerfi ásamt litastöðvum í Hafnarstræti við hús nr. 26 og í Aðalstræti við Minjasafnið.

Jafnframt er óskað eftir lokunum gatna vegna hlaupsins frá 15:30-18:00 þ.e.: Hólabraut, Túngata, Ráðhústorg, Skipagata (öll), Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar upp fyrir Hafnarstræti. Best væri að takmarka umferð frá Eyrarlandsvegi þar sem gatan verður orðin botngata en klárlega hægt að hleypa umferð að Hótel KEA svo dæmi sé tekið. Hafnarstræti (allt), Austurbrú frá Drottningarbraut að Hafnarstræti, Aðalstræti (allt), Naustafjara. Duggufjara og Búðarfjara lokast inni með lokun Aðalstrætis.

Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar dagsett 11. janúar 2018 enda verði litastöðvar hreinsaðar vel strax að hlaupi loknu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samráð skal haft við lögregluna og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna lokunar gatna. Hreinsun litasvæða og hlaupaleiða skal gerð strax eftir að hlaupi lýkur í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar. Umsækjandi skal hafa samráð við eigendur fyrirtækja við götur sem loka þarf fyrir umferð og tilkynna íbúum við hlaupaleið um fyrirhugaðan viðburð og lokanir gatna.