Stjórn Akureyrarstofu

222. fundur 12. janúar 2017 kl. 16:15 - 18:40 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Guðmundur Magni Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá
Guðmundur Magni Ásgeirsson Æ-lista mætti í forföllum Evu Daggar Fjölnisdóttur.

1.Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun saminga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að samningi Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar, f.h. Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Vegna ákvæða um árangurstengt framlag og þátttöku í rekstrarkostnaði almenningssalerna Hofs yfir sumartímann þarf samningurinn staðfestingar bæjarráðs við.
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista vék af fundi kl. 17:00.

2.Menningarsjóður 2017 - styrkveitingar

Málsnúmer 2017010109Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag styrkveitinga úr Menningarsjóði árið 2017 og hugmynd þess efnis að hluti styrkveitinga verði tileinkaðar 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar á þessu ári.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að kr. 500.000 af áætluðum styrkveitingum ársins fari til verkefna sem tengjast Leikfélagi Akureyrar og 100 ára afmæli þess.

3.Minjasafnið á Akureyri - ársreikningur 2015

Málsnúmer 2017010108Vakta málsnúmer

Ársreikningur Minjasafnsins 2015 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.