Menningarsjóður 2017 - styrkveitingar

Málsnúmer 2017010109

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 222. fundur - 12.01.2017

Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista vék af fundi kl. 17:00.
Rætt um fyrirkomulag styrkveitinga úr Menningarsjóði árið 2017 og hugmynd þess efnis að hluti styrkveitinga verði tileinkaðar 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar á þessu ári.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að kr. 500.000 af áætluðum styrkveitingum ársins fari til verkefna sem tengjast Leikfélagi Akureyrar og 100 ára afmæli þess.

Stjórn Akureyrarstofu - 226. fundur - 09.03.2017

Farið yfir umsóknir sem bárust í Menningarsjóð en umsóknarfrestur rann út þann 5. febrúar síðastliðinn. Alls barst 31 umsókn um verkefnastyrki úr Menningarsjóði og 10 umsóknir um samstarfssamninga.
Afgreiðsla styrkjanna fer fram á næsta fundi stjórnar.

Eva Dögg Fjölnisdóttir Æ-lista vék af fundi kl. 17:40 undir umræðum í 5. lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 227. fundur - 16.03.2017

Á fundinum var farið yfir allar styrkumsóknir sem bárust í Menningarsjóð að þessu sinni. Alls bárust 10 umsóknir um samningsbundna styrki og 31 umsókn um verkefnastyrki. Veittir voru samtals 36 styrkir og heildarupphæð þeirra var um sex milljónir króna.



Menningarsjóður hefur úr hátt í 12 m.kr. að spila árlega en hlutverk hans er að styðja við fjölbreytt menningarlíf í sveitarfélaginu. Helstu farvegir stuðningsins eru starfslaun listamanna sem til er varið um 2 m.kr., samstarfssamningar að verðmæti um 5 m.kr. og verkefna- og ferðastyrkir fyrir tæpar 4 m.kr.