Skólanefnd

7. fundur 21. mars 2011 kl. 14:00 - 16:35 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Sigrún Björk Sigurðardóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Stoðþjónusta við skóla

Málsnúmer 2011020100Vakta málsnúmer

Birna Svanbjörnsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri mætti á fundinn og gerði grein fyrir þjónustu sem skólar fá frá miðstöðinni í samræmi við gildandi samning Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri.

Skólanefnd þakkar Birnu fyrir kynninguna.

2.Innheimtumál - skóladeild

Málsnúmer 2011030125Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu fulltrúar frá fjölskyldudeild og fjárreiðudeild til þess að fara yfir stöðu þeirra foreldra sem skulda háar fjárhæðir vegna leikskólagjalda, fæðisgjalda og frístundagjalda í grunnskólum.

Skólanefnd samþykkir að fela skóladeild að hafa samband við þessa foreldra og bjóða þeim til viðræðna um lausnir. Að öðru leyti er málinu frestað til næsta fundar.

3.Úthlutun til kennslu skólaárið 2011-2012

Málsnúmer 2011030037Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að úthlutun til kennslu í grunnskólum Akureyrarbæjar skólaárið 2011-2012. Tillagan er byggð á forsendum sem notaðar hafa verið undanfarin ár, sem grundvallast á nemendafjölda eftir árgöngum í hverjum skóla fyrir sig og metinni þörf fyrir sérkennslu. Í fjárhagsáætlun ársins 2011 var gert ráð fyrir eilítilli fækkun kennslustunda sem kemur fram við þessa úthlutun. Naustaskóli stækkar enn og bætir við sig nemendum, þannig að þeim fækkar þá í öðrum skólum sem því nemur. Vegna þessa fjölgar stöðugildum kennara í Naustaskóla, Giljaskóla og Brekkuskóla, í Hlíðarskóla, Hríseyjarskóla og Grímseyjarskóla verður engin breyting, en þeim fækkar lítillega í Oddeyrarskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Síðuskóla.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

4.Niðurskurður sem bitnar á börnum

Málsnúmer 2011030086Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. mars 2011 frá umboðsmanni barna. Þar lýsir umboðsmaður yfir áhyggjum af þeim niðurskurði sem átt hefur sér stað og er fyrirhugaður hjá sveitarfélögum landsins, ekki síst í leik- og grunnskólum og tómstundastarfi. Í erindinu er minnt á að börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og þjónustu, eins og m.a. kemur fram í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Því vill umboðsmaður hvetja sveitarfélög til að leita annarra leiða við niðurskurð en þann sem bitnar á þjónustu við börn og er í því sambandi bent á 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem felur í sér að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn.

Skólanefnd tekur undir áhyggjur umboðsmanns barna.

5.Viðhorfskönnun foreldra 2011 - leikskólar

Málsnúmer 2011030126Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð drög að spurningalista sem til stendur að leggja fyrir foreldra barna í leikskólum Akureyrarbæjar.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að spurningalista með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

6.Starfsáætlun skólanefndar 2011

Málsnúmer 2011010037Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur samþykkt að stefnuræða um skólamál fari fram í bæjarstjórn 19. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Undirhlíð 1-3 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011030057Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. mars 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, óskar eftir að kvöð í deiliskipulagi um lágmarksaldur eigenda og/eða íbúa fjölbýlishúss (F1) við Undirhlíð verði lækkaður úr 55 árum í 50 ár. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 9. mars 2011 að vísa erindinu til umsagnar skólanefndar.

Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 16:35.