Erindi dags. 2. mars 2011 frá umboðsmanni barna. Þar lýsir umboðsmaður yfir áhyggjum af þeim niðurskurði sem átt hefur sér stað og er fyrirhugaður hjá sveitarfélögum landsins, ekki síst í leik- og grunnskólum og tómstundastarfi. Í erindinu er minnt á að börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og þjónustu, eins og m.a. kemur fram í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Því vill umboðsmaður hvetja sveitarfélög til að leita annarra leiða við niðurskurð en þann sem bitnar á þjónustu við börn og er í því sambandi bent á 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem felur í sér að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn.
Skólanefnd tekur undir áhyggjur umboðsmanns barna.