Gránufélagsgata 45 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023021244

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Erindi dagsett 23. febrúar 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 45 við Gránufélagsgötu. Fyrirhugað er að rífa núverandi hús og stækka byggingarreit. Nýtingarhlutfall mun aukast úr 0,3 í 0,5.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem umsóknin samræmist ekki stefnumörkun Akureyrarbæjar sem sett er fram í rammahluta Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 fyrir Oddeyri sem kveður á um að nýjar byggingar verði almennt 3-4 hæðir og gerð krafa um íbúðir á efri hæðum í nýjum byggingum.

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Lagt fram erindi lóðarhafa Gránufélagsgötu 45 dagsett 22. nóvember 2023 þar sem óskað er eftir leyfi til að endurbyggja núverandi hús á lóðinni. Fram kemur að það sé mat Haraldar Árnasonar að stór hluti burðarvirkis sé ónýtt og það sama á við um þak og klæðningu. Er óskað eftir leyfi til að byggja léttbyggt hús sem er möguleiki á að færa til síðar. Yrði það svipað stórt og núverandi hús.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að húsið verði endurbyggt með þeim hætti sem fram kemur í erindinu með þeim skilyrðum að húsið verði færanlegt.


Sindri Kristjánsson, S-lista óskar bókað eftirfarandi :

Áður en skipulagsráð tekur ákvörðun í þessu máli þarf að mínu áliti að liggja fyrir mat á fordæmisáhrifum þeirrar ákvörðunar fyrir svæðið í heild. Ég er ekki mótfallinn hugmyndum og áformum lóðarhafa en tel að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir samkvæmt framansögðu svo ákvörðunin geti talist upplýst að fullu.