Brekkugata 45 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023081036

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 408. fundur - 13.09.2023

Erindi dagsett 22. ágúst 2023 þar sem Inga Sigrún Atladóttir leggur inn fyrirspurn varðandi skiptingu einbýlishúss á lóð nr. 45 við Brekkugötu í tvær íbúðir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Erindi dagsett 22. ágúst 2023 þar sem Inga Sigrún Atladóttir leggur inn fyrirspurn varðandi skiptingu einbýlishúss á lóð nr. 45 við Brekkugötu í tvær íbúðir.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 13. september sl. og var afgreiðslu frestað.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Brekkugötu 43 og 47.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.