Móasíða 1B - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023050715

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Erindi dagsett 13. maí 2023 þar sem Jón Einar Jóhannsson f.h. íbúa í Móasíðu 1B sækir um heimild til að útbúa bílastæði innan lóðar á svæði sem skilgreint er sem leiksvæði á teikningum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir skriflegt samþykki allra lóðarhafa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Erindi dagsett 13. maí 2023 þar sem Jón Einar Jóhannsson f.h. íbúa í Móasíðu 1B sækir um heimild til að útbúa bílastæði innan lóðar á svæði sem skilgreint er sem leiksvæði á teikningum.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. maí sl. og var afgreiðslu frestað þar sem ekki lá fyrir samþykki allra íbúðaeigenda á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Móasíðu 3A-3D og Múlasíðu 14-18 og 20-28.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 408. fundur - 13.09.2023

Grenndarkynningu áforma um gerð bílastæða innan lóðar nr. 1B við Móasíðu lauk þann 18. júlí sl.

Átta athugasemdir bárust við áformin sem fólu í sér gerð 14 bílastæða á vesturhluta lóðarinnar í stað fyrirhugaðs leiksvæðis.

Er nú lögð fram endurbætt tillaga þar sem komið er til móts við athugasemdir nágranna. Ný tillaga gerir ráð fyrir fækkun bílastæða, minnkun malbikaðs svæðis og uppsetningu skjólveggjar til að koma í veg fyrir ljósmengun.

Jafnframt eru lögð fram drög skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir framlagða tillögu umsækjanda með þeim breytingum sem gerðar eru til að koma til móts við innkomnar athugasemdir. Jafnframt samþykkir skipulagsráð drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.