Glerárgata - umsókn um skilti

Málsnúmer 2023030480

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 398. fundur - 15.03.2023

Erindi dagsett 9. mars 2023 þar sem Reimar Helgason f.h. Íþróttafélagsins Þórs sækir um leyfi fyrir auglýsingaskilti við Glerárgötu. Um er að ræða ljósaskilti, 28,4 m² á 8,3 m háu stálmastri.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsráð - 400. fundur - 12.04.2023

Erindi dagsett 9. mars 2023 þar sem Reimar Helgason f.h. Íþróttafélagsins Þórs sækir um leyfi fyrir auglýsingaskilti við Glerárgötu. Um er að ræða ljósaskilti, 28,4 m² á 8,3 m háu stálmastri.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 15. mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir uppsetningu ljósaskiltis að sömu stærð og með sömu kvöðum og ljósaskilti við Þingvallastræti. Er leyfi veitt tímabundið til eins árs í senn þar til nýtt deiliskipulag fyrir Akureyrarvöll hefur tekið gildi.



Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.


Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Samkvæmt gildandi Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar eru fletti- og ljósaskilti óheimil í miðbæ Akureyrar. Því hefði verið rétt með ásýnd, umferðaröryggi og ljósmengun í huga að hafna þessari beiðni um stækkun og breytingu á skilti.

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar um fyrirhugað ljósaskilti við Glerárgötu sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu. Skipulagsfulltrúa er falið að óska eftir ítarlegri rökstuðningi frá Vegagerðinni, m.a. varðandi heimildir til uppsetningar ljósaskilta á sambærilegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Skipulagsráð - 405. fundur - 05.07.2023

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dagsett 26. júní 2023 þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir neikvæðri umsögn stofnunarinnar um fyrirhugaða uppsetningu ljósaskiltis við Glerárgötu.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. maí sl. og var afgreiðslu frestað.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

Skipulagsráð - 409. fundur - 27.09.2023

Lagt fram erindi Reimars Helgasonar f.h. Íþróttafélagsins Þórs dagsett 21. september 2023 þar sem óskað er eftir heimild til að endurnýja núverandi skilti við Akureyrarvöll. Er miðað við að nýtt skilti verði ljósaskilti sem verður jafn stórt og núverandi skilti.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 5. júlí sl. og var afgreiðslu frestað.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir uppsetningu ljósaskiltis að sömu stærð og núverandi skilti með sömu kvöðum og ljósaskilti við Þingvallastræti. Er leyfi veitt tímabundið til eins árs í senn þar til nýtt deiliskipulag fyrir Akureyrarvöll hefur tekið gildi.


Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað eftirfarandi:

Samkvæmt gildandi Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar um skilti eru fletti og ljósaskilti óheimil í miðbæ Akureyrar. Því hefði verið rétt með ásýnd, umferðaröryggi og ljósmengun í huga að hafna þessari beiðni um breytingu á skilti. Í þessu samhengi skal ítrekað mikilvægi þess að endurskoða samþykkt um skilti í lögsögu Akureyrarbæjar.