Málsnúmer 2022100790Vakta málsnúmer
Erindi Bjarka Þóris Valberg dagsett 20. október 2022 f.h. Íslandsþara ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes. Á fundi skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðirnar væru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitir lóðanna sameinaðir í einn byggingarreit sem yrði um 4.300 m² að stærð.
Sú grenndarkynning hefur ekki farið af stað þar sem skipulagsgögn voru í vinnslu.
Breytingin sem sótt er um nú felst í eftirfarandi:
1. Lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes verða sameinaðar í eina lóð sem verður 14.361 m².
2. Byggingarreitur verður 5.204 m².
3. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,3 í 0,342.
Þá er jafnframt óskað eftir samkomulagi um hugsanlegan afslátt af gatnagerðargjöldum miðað við uppbyggingu 4.918 m² mannvirkja á lóðinni.
Jón Hjaltason boðaði forföll.