Skipulagsráð

390. fundur 26. október 2022 kl. 08:15 - 10:22 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Elísabet Vésteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Inga Elísabet Vésteinsdóttir V-lista mætti í forföllum Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.
Jón Hjaltason boðaði forföll.

1.Dalvíkurlína 2 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110081Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Norðurorku, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Mílu og Hafrannsóknastofnun.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hofsbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100804Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar fyrir lóð nr. 2 við Hofsbót. Í breytingunni felst að svalir megi ná 1,6 m út fyrir byggingarreit, við bætist skyggni á jarðhæð auk þess sem nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 3,1 í 3,13.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Týsnes 4-6 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100790Vakta málsnúmer

Erindi Bjarka Þóris Valberg dagsett 20. október 2022 f.h. Íslandsþara ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes. Á fundi skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðirnar væru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitir lóðanna sameinaðir í einn byggingarreit sem yrði um 4.300 m² að stærð.

Sú grenndarkynning hefur ekki farið af stað þar sem skipulagsgögn voru í vinnslu.

Breytingin sem sótt er um nú felst í eftirfarandi:

1. Lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes verða sameinaðar í eina lóð sem verður 14.361 m².

2. Byggingarreitur verður 5.204 m².

3. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,3 í 0,342.

Þá er jafnframt óskað eftir samkomulagi um hugsanlegan afslátt af gatnagerðargjöldum miðað við uppbyggingu 4.918 m² mannvirkja á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi C-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 2, 8 og 12.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um samkomulag um gjaldtöku eða afslátt af áætluðum gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

4.Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður

Málsnúmer 2022100752Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður sem varðar útfærslu á Undirhlíð og Krossanesbraut. Er breytingin tilkomin þar sem nú liggur fyrir endanleg hönnun Krossanesbrautar og Undirhlíðar.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

5.Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts

Málsnúmer 2022100792Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts sem varðar útfærslu á Undirhlíð og Krossanesbraut. Er breytingin tilkomin þar sem nú liggur fyrir endanleg hönnun Krossanesbrautar og Undirhlíðar.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að unnið verði að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

6.Krabbastígur 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022070337Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júlí 2022 þar sem Marco Pettinelli sækir um stækkun lóðar nr. 4 við Krabbastíg. Meðfylgjandi er skýringarmynd og skýring á áformum varðandi lóðarstækkun.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsfulltrúa er falið að leita utanaðkomandi álits lögfræðings og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

7.Austurvegur 41 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022100290Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2022 þar sem Sean Thomas Fraser og Sharron Andrea Fraser sækja um lóð nr. 41 við Austurveg. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu málsins þar sem lóðin hefur ekki verið formlega stofnuð í fasteignaskrá.

8.Grenndarvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2022100333Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. október 2022 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð opinna leiksvæða samkvæmt deiliskipulagi. Um er að ræða leiksvæði við Sómatún, Krókeyrarnöf, Hólatún og Vallartún. Meðfylgjandi eru greinargerð og uppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Þórhallur Jónsson D-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað eftirfarandi:

Við höfum efasemdir um staðsetningu leiksvæðis við Krókeyrarnöf vegna nálægðar við tengibraut með tilheyrandi umferðarþunga og hugsanlega minni loftgæðum.

Inga Elísabet Vésteinsdóttir V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég fagna forgangsröðun fjármuna í þágu barna á erfiðum tímum.

9.Hopp - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020090583Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Axels Alberts Jensen dagsett 7. október 2022 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi um stöðvalausa hjólaleigu á Akureyri en núgildandi samningur rennur út 9. mars 2023.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að nýjum samningi við Hopp í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið sem síðan verður lagður fram til samþykktar í skipulagsráði og umhverfis- og mannvirkjaráði. Miða skal við að samningur verði til tveggja ára eins og fyrri samningur. Ekki er samþykkt að umsækjandi fái sérleyfi á starfseminni eða þá að fjöldi mögulegra leyfa verði takmarkaður.

10.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022030533Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 12. október sl.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að lagfæra gögn í samræmi við umræður á fundinum.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 883. fundar, dagsett 29. september 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 884. fundar, dagsett 6. október 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 885. fundar, dagsett 12. október 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 1 lið og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:22.