Grenndarvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2022100333

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 390. fundur - 26.10.2022

Erindi dagsett 10. október 2022 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð opinna leiksvæða samkvæmt deiliskipulagi. Um er að ræða leiksvæði við Sómatún, Krókeyrarnöf, Hólatún og Vallartún. Meðfylgjandi eru greinargerð og uppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Þórhallur Jónsson D-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað eftirfarandi:

Við höfum efasemdir um staðsetningu leiksvæðis við Krókeyrarnöf vegna nálægðar við tengibraut með tilheyrandi umferðarþunga og hugsanlega minni loftgæðum.

Inga Elísabet Vésteinsdóttir V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég fagna forgangsröðun fjármuna í þágu barna á erfiðum tímum.