Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts

Málsnúmer 2022100792

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 390. fundur - 26.10.2022

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts sem varðar útfærslu á Undirhlíð og Krossanesbraut. Er breytingin tilkomin þar sem nú liggur fyrir endanleg hönnun Krossanesbrautar og Undirhlíðar.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að unnið verði að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

Skipulagsráð - 402. fundur - 10.05.2023

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts vegna útfærslu á Undirhlíð og Krossanesbraut.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3529. fundur - 16.05.2023

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. maí 2023:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts vegna útfærslu á Undirhlíð og Krossanesbraut.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts vegna breytinga á Undirhlíð lauk þann 8. júlí sl.

Sex athugasemdir bárust.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn um athugasemdir í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.