Skipulagsráð

359. fundur 26. maí 2021 kl. 08:00 - 11:26 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Grétar Ásgeirsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar og Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

1.Gatnagerðargjöld 2021

Málsnúmer 2020120094Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað með tillögum að breytingu á gr. 4.3 í gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að breyting verði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald hækki og verði fyrir parhús-raðhús 15%, fyrir fjölbýlishús 12,5% og gerður verði nýr liður fyrir sameiginlega bílakjallara fjöleignahúsa og gjald verði 5%.

2.Austursíða 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2020120326Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og bárust 9 athugasemdabréf auk umsagna frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku, Vegagerðinni og Landsneti. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni innkominna athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram nýrri aðkomu frá Austursíðu að verslunum, nýrri gönguþverun yfir Austursíðu á móts við Rimasíðu og að háspennulína Landsnets verði merkt inn á skipulagið. Jafnframt er lagt til að tillaga að svörum við athugasemdum verði samþykkt.

3.Breyting á deiliskipulagi við Skarðshlíð og Sunnuhlíð

Málsnúmer 2021050998Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Fosshlíðar-Mánahlíðar-Sunnuhlíðar-Barmahlíðar. Breytingin nær yfir götu og gangstéttir Skarðshlíðar frá gatnamótum við Fosshlíð að Sunnuhlíð og einnig hluta Sunnuhlíðar, frá bílastæði við verslunarmiðstöðina og vestur fyrir lóðina Sunnuhlíð 10. Í breytingunni er verið að breyta útfærslu og legu gatna og stíga með það að markmiði að auka öryggi óvarinna vegfarenda og lækka umferðarhraða.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Skarðshlíð og Höfðahlíð - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021051009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jónasar Valdimarssonar dagsett 21. maí 2021, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, um framkvæmdaleyfi fyrir aðgerðum við hluta Skarðshlíðar og Höfðahlíðar til að minnka hraða og bæta öryggi óvarðra vegfarenda. Verða settar upp þrengingar, hraðahindranir, koddar og götur þrengdar. Samhliða verða gangstéttir/stígar breikkaðir til samræmis við stígaskipulag. Er framkvæmdunum skipt í þrjá áfanga A, B og C.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir áföngum A og B. Forsenda útgáfu framkvæmdaleyfis við áfanga C er að fyrst taki gildi breyting á deiliskipulagi.

5.Aðalstræti 60 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021031600Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 22. mars 2021 þar sem Sigurjón Ólafsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóð nr. 60 við Aðalstræti. Meðfylgjandi er greinargerð og myndir. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 17. maí 2021 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillögur að uppbygginu. Einnig er lagt fram erindi dagsett 21. maí 2021 þar sem óskað er eftir breytingu á lóðamörkum húsanna Aðalstræti 60, 62 og 64 samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi tillögur. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi breytingaruppdráttur hefur borist.

6.Jaðarsíða 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs um stækkun lóðar

Málsnúmer 2021050830Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2021 þar sem Ómar Björgvinsson óskar eftir að fá stækkun á lóðinni Jaðarsíðu 2 til NA þar sem á að koma gangstígur skv. skipulagi. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda í lóð.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þegar umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs liggur fyrir. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Ásatún - erindi til skipulagsráðs vegna hraðaksturs

Málsnúmer 2019050124Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga umhverfis- og mannvirkjasviðs að uppsetningu tveggja þrenginga í Ásatúni til bráðabirgða. Lengi hefur verið kvartað yfir hraðakstri í götunni og er markmið þrenginga að reyna að lækka umferðarhraða.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu þrenginga til bráðabirgða.

8.Steindórshagi 1-7 - umsókn um frest

Málsnúmer 2019090131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2021 þar sem HHS verktakar ehf. sækja um framkvæmdafrest á lóðinni nr. 1-7 við Steindórshaga til 15. janúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir að framlengja framkvæmdafrest í samræmi við erindi.

9.Huldugil 53 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021050122Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Kristins Þórs Rósbergssonar og Vöku Arnþórsdóttur dagsett 18. maí 2021 þar sem óskað er eftir að skipulagsráð endurskoði ákvörðun um að hafna umsókn um að útbúið verði bílastæði á lóð Huldugils 53 með aðkomu að sunnanverðu.
Skipulagsráð telur ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun.

10.Bílastæði með rafhleðslu - umsókn um að breyta 8 bílastæðum í bænum

Málsnúmer 2021050375Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2021 þar sem Vistorka ehf. sækir um að breyta 8 bílastæðum í bænum í bílastæði með rafhleðslu. Tveimur við Sundlaug Akureyrar, tveimur við Amtsbókasafnið, tveimur við Ráðhúsið og færslu á tveimur núverandi stæðum við Ráðhúsið.
Skipulagsráð samþykkir umsóknina.

11.Espilundur 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2021050376Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 10. maí 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Júlí Óskar Antonsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 7 við Espilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson og samþykki nágranna.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að viðbyggingu. Að mati skipulagsráðs er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana þar sem samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar umsækjandi hefur skilað inn fullnægjandi skipulagsgögnum.

12.Ljósleiðarastrengur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021050676Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2021 þar sem Tengir hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðarastrengja á Akureyrarsvæðinu. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna lagnaleiðir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2021 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og veitustofnanir bæjarins.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa þar sem farið er með lögn um úthlutaðar lóðir.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.


Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir allar tillögur að legu nema streng sem liggur vestan við lóðirnar Hamragerði 11-15 þar sem umrætt svæði er skilgreint sem þéttingarsvæði fyrir íbúðarbyggð.

13.Umsókn um lokun á götum - Gildagar 2021

Málsnúmer 2021050852Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hlyns Hallssonar dagsett 19. maí 2021, f.h. Listasafnsins á Akureyri, um að Listagilið verði lokað frá kl. 14-17 þann 29. maí, 3. júlí, 25. september og 4. desember 2021.


Samkvæmt samþykkt Akureyrarbæjar um tímabundnar lokanir gatna er miðað við að loka megi Listagilinu vegna listviðburða fjórum sinnum á tímabilinu frá maí til september ár hvert.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsókn um lokanir gatna á þeim dagsetningum sem tilgreindar eru.

14.Torfunefsbryggja - endurbygging

Málsnúmer 2019110172Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs 8. apríl 2021 var samþykkt að veita Hafnasamlagi Norðurlands eignarlóð sem til verður við stækkun á Torfunefsbryggju og var sviðsstjóra falið að afmarka reitinn. Eru lagðar fram tvær tillögur að afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

15.Grímsey - vindmyllur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021050949Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ómars Ívarssonar dagsett 20. maí 2021, f.h. Fallorku, um framkvæmdaleyfi fyrir tveimur 6 kW vindmyllum í Grímsey. Möstrin eru 9 m á hæð og spaðarnir 5,6 m í þvermál og er hæsti punktur frá jörðu því tæplega 12 m. Verða vindmyllurnar reistar á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem athafnasvæði þar sem fyrir eru fjarskiptamöstur og tæknibúnaður í eigu Mílu og Neyðarlínunnar.
Frestað.

16.Aðalstræti 22 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna breyttrar notkunar

Málsnúmer 2021050627Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 15. maí 2021 þar sem Marta Volina sækir um leyfi fyrir breyttri notkun í hluta húss nr. 22 við Aðalstræti. Útbúin hefur verið snyrtistofa í hluta 01-02.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tímabundna breytingu vegna starfsemi snyrtistofu. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

17.Strandgata 1 - póstbox á austurhlið Landsbankahúss

Málsnúmer 2021051006Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Íslandspósts ohf. dagsett 20. maí 2021 um heimild til að setja upp póstbox við húsnæði Landsbankans, á austurhlið. Fyrir liggur samkomulag við Landsbankann um staðsetninguna.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu á póstboxi í samræmi við umsókn.

18.Tónatröð - skipulag

Málsnúmer 2021050350Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 12. maí 2021 eftirfarandi úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 6. maí til skipulagsráðs:


Guðmundur Hjartarson kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Spyr hvort búið sé að kanna jarðvegslög við Tónatröð og skoðað hvort svæðið þoli svo mikið byggingamagn sem rætt er að byggja þar upp. Telur að Akureyrarbær þurfi að standa vel að athugunum á jarðvegslögum þar sem hugað er að stórum byggingum.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna. Jarðvegsaðstæður við Tónatröð hafa ekki verið kannaðar ítarlega enn sem komið er en gert er ráð fyrir að farið verði í jarðvegsrannsóknir ef ákveðið verður að breyta gildandi skipulagi með afgerandi hætti.

19.Tónatröð - andmæli við fyrirhugaða byggingu fjölbýlishúsa

Málsnúmer 2021050323Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 12. maí 2021 eftirfarandi úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 6. maí til skipulagsráðs:


Hildur Friðriksdóttir og Snorri Björnsson íbúar að Spítalavegi 13 komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vilja benda bæjarstjórn á að við Spítalaveg, Tónatröð og Lækjargötu standi ein elsta húsaþyrping bæjarins og að bygging fjölbýlishúsa við Tónatröð muni skemma þá mynd og hafa áhrif á þær menningarminjar sem á svæðinu eru. Benda á að í byggða- og húsakönnun sem liggi til grundvallar núverandi skipulagi sé bent á að mikilvægt sé að nýbyggingar í nærumhverfinu falli vel að fyrirliggjandi byggð. Þau gagnrýna að íbúar hafi ekki fengið að heyra af málinu fyrr en á seinni stigum og í sama mund og málið fór í umræðu á samfélagsmiðlum. Þau benda á að mikið skuggavarp muni verða af háum byggingum á þessu svæði. Þau vilja koma því á framfæri að þau þekkja til tveggja aðila sem hafi spurst fyrir um hvort minnka mætti byggingarmagn á lóðunum innan núverandi deiliskipulags og fengið neikvætt svar og því ekki sóst eftir lóðunum og ekki að undra að þær hafi ekki gengið út.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna en bendir á að vinna við breytingu á skipulagi svæðisins er enn ekki hafin og að haft verði samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila þegar sú vinna hefst, í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 813. fundar, dagsett 7. maí 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:26.