Ljósleiðarastrengur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021050676

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 359. fundur - 26.05.2021

Erindi dagsett 17. maí 2021 þar sem Tengir hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðarastrengja á Akureyrarsvæðinu. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna lagnaleiðir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2021 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og veitustofnanir bæjarins.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa þar sem farið er með lögn um úthlutaðar lóðir.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.


Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir allar tillögur að legu nema streng sem liggur vestan við lóðirnar Hamragerði 11-15 þar sem umrætt svæði er skilgreint sem þéttingarsvæði fyrir íbúðarbyggð.