Tónatröð - skipulag

Málsnúmer 2021050350

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 359. fundur - 26.05.2021

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 12. maí 2021 eftirfarandi úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 6. maí til skipulagsráðs:


Guðmundur Hjartarson kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Spyr hvort búið sé að kanna jarðvegslög við Tónatröð og skoðað hvort svæðið þoli svo mikið byggingamagn sem rætt er að byggja þar upp. Telur að Akureyrarbær þurfi að standa vel að athugunum á jarðvegslögum þar sem hugað er að stórum byggingum.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna. Jarðvegsaðstæður við Tónatröð hafa ekki verið kannaðar ítarlega enn sem komið er en gert er ráð fyrir að farið verði í jarðvegsrannsóknir ef ákveðið verður að breyta gildandi skipulagi með afgerandi hætti.