Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. desember 2020:
Liður 25 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. nóvember 2020:
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda sem taka á gildi 1. janúar 2021. Í breytingunni felst að í gr. 4.3 hækkar hlutfall gatnagerðargjalds fyrir fjölbýlishús úr 5% í 7,5%.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 4.3 í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að hlutfall gatnagerðargjalds fyrir fjölbýlishús hækki úr 5% í 7,5%.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna.