Íbúðarhúsalóð í Sandgerðisbót - skilmálar

Málsnúmer 2020070117

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 2. júlí 2020, f.h. SS Byggis ehf., varðandi byggingu tveggja einbýlishúsa á lóð við Sandgerðisbót, Byrgi. Í skilmálum deiliskipulags kemur fram að hámarkshæð húsa sé 5 m og hámarks vegghæð 3 m. Óskað er eftir heimild til að húsin megi vera einhalla með mestu hæð langhliðar upp á 3,65 m. Meðfylgjandi eru drög að byggingarleyfisteikningum af húsunum.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að vegghæð langhliða verði 3,65 m og er um svo óverulegt frávik að ræða sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að ekki er talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulaginu. Er umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.