Á fundi skipulagsráðs 13. mars 2019 var samþykkt að heimila umsækjanda, Sigurði Hafsteinssyni fyrir hönd RS fasteigna ehf., kt. 701213-0170, að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem nær til lóðarinnar Gránufélagsgata 4 þar sem gert er ráð fyrir auknu byggingarmagni og heimild til að láta svalir ná út fyrir byggingarreit.
Er nú lögð fram tillaga að breytingu þar sem gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall hækki úr 3.0 í 3.82 (allt að 4.206 m²) og að heimilt verði að láta svalir ná allt að 1 m út fyrir byggingarreit á 2. - 4. hæð. Til viðbótar er í framlagðri tillögu gert ráð fyrir að hámarkshæð verði 16,3 m í stað 15,8 m auk þess sem afmörkun og stærð lóðar breytist lítillega til samræmis við lóðablað og það sama á við um byggingarreit.