Skipulagsráð

312. fundur 27. mars 2019 kl. 08:00 - 10:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson formaður ráðsins bar upp ósk um að bæta við útsenda dagskrá máli 13, Strætó - jöfnunarstoppistöð, og var það samþykkt.

1.Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018100368Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits sem nær til Hafnarstrætis 67-79, húsaraðar vestan götu. Í tillögunni felst breyting á skilmálum þannig að ekki er gerð krafa um að nýbyggingar verði steinsteyptar að öllu leyti heldur verði heimilt að þeir hlutar húsa sem eru ofan 1. hæðar geti verið úr léttbyggðu burðarefni. Gilda þessi skilmálar einnig um breytingar og endurbætur núverandi húsa í húsaröðinni.

Var tillagan auglýst 30. janúar 2019 með athugasemdafresti til 13. mars 2019. Tillagan var send Minjastofnun og Árna Ólafssyni skipulagsráðgjafa til umsagnar auk þess sem eigendum nærliggjandi lóða var send tilkynning um auglýsingu tillögunnar.

Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Árna Ólafssyni skipulagsráðgjafa en engar athugasemdir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að útbúa drög að svörum við umsögnum.

2.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar - Skipagata 12

Málsnúmer 2019030287Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ágústs Hafsteinssonar arkitekts dagsett 12. mars 2019, f.h. eiganda Skipagötu 12, BRG 2017 ehf., kt 410915-1460, þar sem óskað er eftir heimild til ýmissa breytingu á húseigninni Skipagötu 12. Er óskað eftir eftirfarandi breytingum:

1. Að auka byggingarheimild innan lóðar um 170 m² umfram það sem gildandi deiliskipulag heimilar.

2. Að að stækka byggingarreit að vestur- og norðurlóðarmörkum.

3. Að breyta skrifstofum á 2. og 3. hæð hússins í fjórar íbúðir.

4. Að í stækkun til vesturs og norðurs verði auk stigahúss með lyftu einnig gert ráð fyrir stækkun á öllum fjórum hæðum hússins til þess að fá betur nýtanlegar íbúðir á 2.- 4. hæð. Í stækkuninni verði einnig komið fyrir bakrými fyrir veitingahúsið, nýr inngangur fyrir íbúðir á efri hæðum hússins, auk nýrrar sorpgeymslu fyrir allt húsið.

5. Að færa núverandi inngang inn í veitingahúsið á jarðhæðinni sunnar á austurhliðinni

6. Að færa inngang á jarðhæð fyrir efri hæðir hússins yfir á norðurhliðina (í viðbygginguna).

7. Að koma fyrir nýjum svölum á austurhlið fyrir íbúðir á 2. og 3. hæð.

8. Að koma fyrir nýjum gluggum á norðurhlið Skipagötu 12.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna um ytra útlit og nýtingu hússins.

3.Geirþrúðarhagi 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019030032Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 27. febrúar 2019, ásamt viðbótarerindi dagsettu 18. mars 2019, þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., kt. 670711-0570, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 2 og samþykkis á tillögu að íbúðadreifingu. Óskað er eftir eftirfarandi breytingum:

1. Nýtingarhlutfall verði hækkað úr 1,0 í 1,3.

2. Nýtingarhlutfall bílgeymslu verði hækkað úr 0,3 í 0,5.

3. Hliðrun lóðarmarka, án breytinga á stærð lóðar.

4. Stækkun á bílastæðum við götu.

5. Að lágmarks lofthæð bílakjallara megi vera 2,3 m.

6. Aðkoma að leiksvæði verði norður úr húsinu.

7. Að svalir fái að ná 2,0 m út fyrir byggingarreit.

8. Að stigahús og svalagangar fái að ná 0,6 m út fyrir byggingarreit.

Er breytingin sambærileg og gerð var vegna Elísabetarhaga 2.

Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar á hliðrun lóðarmarka.

Þá leggur sviðsstjóri fram skjal sem sýnir íbúðadreifingu í samþykktum fjölbýlishúsum í Hagahverfi.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Þar sem samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir er ekki talin þörf á grenndarkynningu sbr. ákvæði 2. ml. 3. gr. 44. gr. laganna. Skipulagssviði er falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullnaðargögn berast.

Skipulagsráð samþykkir aftur á móti ekki fyrirhugaða íbúðadreifingu þar sem hún er ekki í samræmi við markmið deiliskipulagsins vegna skorts á 5 herbergja íbúðum. Ráðið telur að gera þurfi ráð fyrir að lágmarki tveimur 5 herbergja íbúðum í húsinu.

4.Kristjánshagi 6 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019030271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson hjá Opus fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 6 við Kristjánshaga. Breytingin felst í:

1) Hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,71 í 0,76.

2) Byggingarlína 3. hæðar að hluta færð til suðurs.

3) Breyting á nyrðri viðmiðunarkóta um 0,4 m.

4) Byggðar verði 22 íbúðir á lóðinni með 3 tveggja, 13 þriggja, 5 fjögurra og 1 fimm herbergja íbúðum. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagssviði að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga þegar hún berst. Skipulagsráð samþykkir aftur á móti ekki fyrirhugaða íbúðadreifingu þar sem hún er ekki í samræmi við markmið deiliskipulagsins vegna skorts á 5 herbergja íbúðum. Ráðið telur að gera þurfi ráð fyrir að lágmarki tveimur 5 herbergja íbúðum í húsinu.

5.Möðruvallastræti 9 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070373Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa bílskúr við hús nr. 9 við Möðruvallastræti og byggja nýjan skúr með lítilsháttar stækkun. Engin athugasemd barst á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagssviði að sjá um gildistöku hennar.

6.Lundarsel - breyting á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels

Málsnúmer 2019030272Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2019 þar sem Guðríður Friðriksdóttir fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels vegna fjölgunar færanlegra kennslustofa. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Endanlegri afgreiðslu frestað þar til tillaga að breytingu liggur fyrir.

7.Hagahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2018010331Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa lóðir sem eftir eru í Hagahverfi. Er um að ræða lóðir í áfanga 2A og 2B samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti auk lóða sem eftir eru í fyrri áföngum.
Skipulagsráð samþykkir að lóðirnar verði auglýstar þegar breyting á deiliskipulagi Nonnahaga 21 og 23 hefur tekið gildi.

8.Margrétarhagi 3-5 (3A og B) - umsókn um byggingarfrest

Málsnúmer 2017120345Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Haraldi S. Árnasyni dagsettur 20. mars 2019, fyrir hönd Þ.J.H. Verktaka ehf., kt. 430715-0380, þar sem óskað er eftir að byggingaarfrestur á lóðinni Margrétarhagi 3-5 sem rennur út 1. apríl 2019 verði framlengdur til 1. júní 2019.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest í samræmi við erindið.

9.Hamarstígur 25 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019020028Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi dagsett 3. febrúar 2019 þar sem Sólveig Ingunn Skúladóttir sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki og risi á húsi sínu nr. 25 við Hamarstíg.

Engin athugasemd barst.
Þar sem engar athugasemdir bárust fellst skipulagsráð á umbeðnar breytingar.

Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi.
Fylgiskjöl:

10.Dalsbraut KA - umsókn um stúku

Málsnúmer 2019030165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2019 þar sem Knattspyrnufélag Akureyrar, kt. 700169-4219, óskar eftir tímabundnu leyfi fyrir áhorfendastúku við KA völl, utan lóðar. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetningu stúku, snið hennar og myndir sem sýna mögulega útfærslu.
Skipulagsráð telur að forsenda uppbyggingar á stúku í samræmi við erindið sé að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Er ákvörðun um næstu skref vísað til frístundaráðs.

11.Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024

Málsnúmer 2019030166Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 13. mars 2019 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd sveitarstjórnar Hörgársveitar, kt. 510101-3830, leggur inn tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 - 2024 til kynningar aðliggjandi sveitarfélaga á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Ábendingar skulu berast í síðasta lagi þann 31. mars 2019.
Að mati skipulagsráðs er breytingin í ósamræmi við stefnu gildandi svæðisskipulags um að ekki verði gert ráð fyrir nýjum þéttbýliskjörnum.

12.Landsskipulagsstefna um loftslag, landslag og lýðheilsu

Málsnúmer 2019030286Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dagsettur 20. mars 2019 þar sem vakin er athygli á auglýsingu lýsingar fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu. Er lýsingin jafnframt lögð fram til umsagnar en frestur til að gera athugasemdir við hana rennur út 8. apríl 2019.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

13.Strætó - jöfnunarstoppistöð

Málsnúmer 2019020236Vakta málsnúmer

Lagt fyrir erindisbréf vegna verkefnahóps um framtíðarstaðsetningu miðbæjarbiðstöðvar SVA þar sem óskað er eftir tilnefningu skipulagsráðs í verkefnahópinn.
Skipulagsráð skipar Þórhall Jónsson D-lista og Helga Snæbjarnarson L-lista í verkefnahópinn.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 713. fundar, dagsett 7. mars 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 714. fundar, dagsett 14. mars 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 715. fundar, dagsett 21. mars 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:20.