Skipulagsráð

302. fundur 10. október 2018 kl. 08:00 - 11:41 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.

Formaður óskaði eftir að taka lið 17: Nýju bílastæðin við Gránufélagsgötu verði tveggja tíma stæði inn á dagskrá sem var ekki á útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2018100093Vakta málsnúmer

Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort að ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Skal ákvörðun sveitarstjórnar liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir. Í gildi er Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 6. mars 2018 og tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. maí 2018.
Skipulagsráð telur að í ljósi þess að nýtt aðalskipulag tók gildi í maí á þessu ári sé ekki ástæða til þess að fara í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins. Er mælt með því að bæjarstjórn feli sviðsstjóra skipulagssviðs að tilkynna Skipulagsstofnun um þessa niðurstöðu.

2.Deiliskipulag Hagahverfis - stöðumat

Málsnúmer 2018080142Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst sl. var kynnt samantekt Teiknistofu Arkitekta sem kallast "Stöðumat á Hagahverfi" þar sem meðal annars eru lagðar fram nokkrar tillögur að breytingu á deiliskipulagi hverfisins. Var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að taka saman tillögur að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum.


Er nú lögð fram tillaga skipulagsráðgjafa að breytingum á skilmálum sem varða ákvæði í kafla 3.3.8 um bílastæðafjölda, ákvæði í kafla 3.3.1 um staðsetningu svefnherbergja við svalaganga, ákvæði í kafla 3.25 um frágang lóða og að lokum ákvæði í kafla 3.3.1 um lóðarfrágang.
Frestað.

3.Eyjafjarðarbraut, flugvöllur - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070371Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar sem felst í að girðing við suðurenda flugbrautar er framlengd til austur út að Eyjafjarðará sem felur í sér að lega reiðleiðar/gönguleiðar er sveigð til austurs yfir Eyjarfjarðará til samræmis við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Tillagan var auglýst frá 15. ágúst til 26. september og hafa borist umsagnir frá Minjastofnun, Norðurorku og Óshólmanefnd. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar frestaði afgreiðslu á umsagnarbeiðni.
Skipulagsráð felur sviðstjóra skipulagssviðs að svara Óshólmanefnd í samræmi við umræður á fundinum. Afgreiðslu er frestað þar til ný umsögn Óshólmanefndar liggur fyrir.

4.Þingvallastræti 40 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018100068Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 28. september 2018 þar sem Jón Sigurður Þorsteinsson og Semíramis Ana Weando leggja inn fyrirspurn hvort heimild fáist til að byggja við Þingvallastræti 40. Meðfylgjandi er samþykki nágranna, teikning og loftmynd.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að heimilt verði að stækka hús á lóðinni Þingvallstræti 40 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og þar sem fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi húsa er ekki talin þörf á að grenndarkynna breytinguna sbr. 3. mgr. 44. gr. laganna. Leggur ráðið því til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að annast gildistöku hennar.

5.Ásatún, spennistöð - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018100085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2018 þar sem Gunnar H. Gunnarsson fyrir hönd Norðurorku, kt. 550978-0169, sækir um nýja lóð fyrir spennistöð við Ásatún, meðfylgjandi eru tillögur.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við færslu spennistöðvar og samþykkir að heimila umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagssvið.

6.Margrétarhagi 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018050217Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst sl. var breytingartillagan tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu. Sex athugasemdabréf bárust á kynningartíma og var málið afgreitt með þeim hætti að skipulagsráð tók undir innkomnar athugasemdir og hafnaði því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa. Á fundi bæjarráðs þann 26. september 2018 var samþykkt beiðni umsækjanda um endurupptöku málsins á grundvelli þess að ráðið hafi ekki tekið afstöðu til alls þess sem fyrir lægi í málinu og var málinu vísað til skipulagsráðs til nýrrar ákvörðunar.

Er deiliskipulagsbreytingin því lögð fram að nýju ásamt innkomnum athugasemdum. Til viðbótar er lagt fram bréf umsækjanda dagsett 7. september 2018 ásamt uppdráttum sem sýna þrívíddarmynd af fyrirhuguðu húsi, skuggavarpi og sniði. Einnig er lagt fram bréf Ingólfs Freys Guðmundssonar dagsett 27. september 2018 fyrir hönd umsækjanda þar sem óskað er eftir því að fallið verði frá ákvæði deiliskipulagsbreytingar um að hækka vegghæð úr 7,7m í 8,4m. Þá er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að umsögn um innkomnar athugasemdir.
Orri Kristjánsson S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt, vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Í ljósi nýrra gagna í formi skýringaruppdrátta sem sýna snið, útlit og skuggavarp leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að fallið er frá breytingu á skilmálum varðandi hámarks vegghæð á göflum hússins í samræmi við ósk umsækjanda og skipulagssviði falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

7.Brekkugata 23-27 - breytt staðföng

Málsnúmer 2018090398Vakta málsnúmer

Preben Pétursson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Óskar hann eftir því að hús númer 23, 25, 27a og 27b við Brekkugötu verði endurnúmeruð í 21, 23, 25 og 27 það er mögulegt þar sem ekkert hús ber númerið 21. Hann býr í húsi númer 27b og verður fyrir töluverðum óþægindum vegna þess að bæði húsin bera sama númer.
Skipulagsráð samþykkir að óskað verði eftir umsögnum íbúa til samræmis við fyrirliggjandi beiðni.

8.Sunnutröð - breyting götuheita

Málsnúmer 2018100048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2018 þar sem Baldur Helgi Benjamínsson leggur til að nafni Sunnutraðar á Akureyri verði breytt þar sem gatan Sunnutröð er einnig á Hrafnagili en sú gata er eldri og með 36 íbúum með lögheimili á meðan enginn er með lögheimili á Sunnutröð á Akureyri.
Skipulagsráð tekur undir að það er óheppilegt að vera með sama götuheiti á Hrafnagili og á Akureyri m.a. vegna hættu á að viðbragðsaðilar fari á rangan stað í útkalli. Felur ráðið skipulagssviði að kynna málið fyrir eiganda Sunnutraðar hér á Akureyri. Afgreiðslu frestað.

9.Hafnarstræti 88 - krafa um innkeyrslu ásamt bílastæðum

Málsnúmer 2017010571Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2017 var tekið fyrir erindi Prima lögmanna fyrir hönd eigenda Hafnarstrætis 88 varðandi bílastæði og aðgengi að lóðinni. Var skipulagssviði falið að leita lausna í málinu. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felst í að bætt er við tveimur bílastæðum á svæði bæjarins milli lóða 86 og 88.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt, ráðsmenn féllust ekki á vanhæfið.

Skipulagsráð samþykkir að breyta deiliskipulagi svæðisins á þann veg að gert verði ráð fyrir tveimur nýjum bílastæðum á svæði milli lóða nr. 86 og 88 við Hafnarstræti. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagssviði að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga.

10.Klettaborg - breyting á deiluskipulagi - stjórnsýslukæra 120/2018

Málsnúmer 2018100043Vakta málsnúmer

Lögð fram kæra Ásgeirs Arnars Blöndal, Pacta lögmönnum dagsett 1. október 2018 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, fyrir hönd Páls I. Sigurjónssonar, þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 4. september 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Klettaborgar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útbúa svar við efnisatriðum kærunnar í samráði við bæjarlögmann sem lagt skal fram á næsta fundi ráðsins.

11.Grímseyjargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010274Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 3. september 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagsráð telur að þar sem Búvís ehf., er fyrir með starfsemi í Grímseyjargötu 1 og í mikilli þörf fyrir aukið rými fái umsækjandi Grímseyjargötu 2 úthlutaða.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

12.Grímseyjargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090296Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

13.Grímseyjargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090299Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd Da ehf., kt. 500707-1510, sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

14.Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090298Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagsráð ákveður að úthluta Gránufélagsgötu 51 byggt á útdrætti og þar sem Búvís ehf., hafði fengið Grímseyjargötu 2 var það ekki haft með í útdrættinum. Dregið milli Da ehf., og VN fasteigna ehf., og fékk síðarnefnda fyrirtækið lóðina.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað: Í ljósi þess að frá því að þessar lóðir fóru í auglýsingu hefur Akureyrarbær hafið vinnu við útfærslu rútubílastæða á Akureyri og hafa hönnuðir bent á Gránufélagsgötu 51 sem valkost. Ég tel því að það sé ekki tímabært að úthluta lóðinni að svo stöddu.

15.Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090300Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd Da ehf., kt. 500707-1510, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

16.Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090029Vakta málsnúmer

Lagtf fram að nýju erindi dagsett 3. september 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

17.Nýju bílastæðin við Gránufélagsgötu verði tveggja tíma stæði

Málsnúmer 2018040193Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ragnari Sverrissyni sem kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann kom sem formaður Kaupmannasamtakanna og óskaði eftir því að nýja stæðið við Gránufélagsgötu verði skilgreint sem fyrst sem tveggja tíma stæði. Benti á að það eru bílastæði við íþróttavöllinn sem geta nýst starfsmönnum miðbæjarins en að þetta stæði ætti að vera fyrir viðskiptavini. Teikning fylgir málinu.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir erindið.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson D-lista leggur til að þarna komi gjaldskyld stæði sem og í miðbænum öllum.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista bókar að hann telji að þessum stæðum ætti ekki að breyta í klukkustæði vegna skorts á langtímastæðum við miðbæ Akureyrar.

Fundi slitið - kl. 11:41.