Málsnúmer 2018050217Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Margrétarhagi 1. Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst sl. var breytingartillagan tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu. Sex athugasemdabréf bárust á kynningartíma og var málið afgreitt með þeim hætti að skipulagsráð tók undir innkomnar athugasemdir og hafnaði því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni lóðarhafa. Á fundi bæjarráðs þann 26. september 2018 var samþykkt beiðni umsækjanda um endurupptöku málsins á grundvelli þess að ráðið hafi ekki tekið afstöðu til alls þess sem fyrir lægi í málinu og var málinu vísað til skipulagsráðs til nýrrar ákvörðunar.
Er deiliskipulagsbreytingin því lögð fram að nýju ásamt innkomnum athugasemdum. Til viðbótar er lagt fram bréf umsækjanda dagsett 7. september 2018 ásamt uppdráttum sem sýna þrívíddarmynd af fyrirhuguðu húsi, skuggavarpi og sniði. Einnig er lagt fram bréf Ingólfs Freys Guðmundssonar dagsett 27. september 2018 fyrir hönd umsækjanda þar sem óskað er eftir því að fallið verði frá ákvæði deiliskipulagsbreytingar um að hækka vegghæð úr 7,7m í 8,4m. Þá er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að umsögn um innkomnar athugasemdir.
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Formaður óskaði eftir að taka lið 17: Nýju bílastæðin við Gránufélagsgötu verði tveggja tíma stæði inn á dagskrá sem var ekki á útsendri dagskrá og var það samþykkt.