Eyjafjarðarbraut, flugvöllur- breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070371

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 296. fundur - 25.07.2018

Erindi dagsett 10. júlí 2018 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Isavia ohf., kt. 550210-0370, sækir um breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Meðfylgjandi er teikning eftir Gísla Kristinsson.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð - 3604. fundur - 02.08.2018

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. júlí 2018:

Erindi dagsett 10. júlí 2018 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Isavia ohf., kt. 550210-0370, sækir um breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Meðfylgjandi er teikning eftir Gísla Kristinsson.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar sem felst í að girðing við suðurenda flugbrautar er framlengd til austur út að Eyjafjarðará sem felur í sér að lega reiðleiðar/gönguleiðar er sveigð til austurs yfir Eyjarfjarðará til samræmis við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Tillagan var auglýst frá 15. ágúst til 26. september og hafa borist umsagnir frá Minjastofnun, Norðurorku og Óshólmanefnd. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar frestaði afgreiðslu á umsagnarbeiðni.
Skipulagsráð felur sviðstjóra skipulagssviðs að svara Óshólmanefnd í samræmi við umræður á fundinum. Afgreiðslu er frestað þar til ný umsögn Óshólmanefndar liggur fyrir.

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar sem felst í að girðing við suðurenda flugbrautar er framlengd til austur út að Eyjafjarðará sem felur í sér að lega reiðleiðar/gönguleiðar er sveigð til austurs yfir Eyjarfjarðará til samræmis við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Tillagan var auglýst frá 15. ágúst til 26. september 2018. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Norðurorku, Óshólmanefnd, sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun. Lögð er fram tillaga að umsögn um efnisatriði umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að svör við umsögnum og deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3445. fundur - 04.12.2018

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. nóvember 2018:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar sem felst í að girðing við suðurenda flugbrautar er framlengd til austur út að Eyjafjarðará sem felur í sér að lega reiðleiðar/gönguleiðar er sveigð til austurs yfir Eyjarfjarðará til samræmis við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Tillagan var auglýst frá 15. ágúst til 26. september 2018. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Norðurorku, Óshólmanefnd, sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun. Lögð er fram tillaga að umsögn um efnisatriði umsagna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að svör við umsögnum og deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að annast gildistöku hennar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.