Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018090298

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Frestað.

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Lagt fram að nýju erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka auk upplýsinga um byggingaráform.
Skipulagsráð ákveður að úthluta Gránufélagsgötu 51 byggt á útdrætti og þar sem Búvís ehf., hafði fengið Grímseyjargötu 2 var það ekki haft með í útdrættinum. Dregið milli Da ehf., og VN fasteigna ehf., og fékk síðarnefnda fyrirtækið lóðina.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað: Í ljósi þess að frá því að þessar lóðir fóru í auglýsingu hefur Akureyrarbær hafið vinnu við útfærslu rútubílastæða á Akureyri og hafa hönnuðir bent á Gránufélagsgötu 51 sem valkost. Ég tel því að það sé ekki tímabært að úthluta lóðinni að svo stöddu.

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Úthlutun lóðarinnar Gránufélagsgötu 51 var samþykkt á fundi skipulagsráðs 10. október 2018. Frestur til framkvæmda framlengdist í kjölfar ferlis við breytingu á deiliskipulagi og á endanum var byggingarleyfi ekki gefið út fyrr en 9. febrúar 2023 en áður var búið að samþykkja byggingaráform og jarðvegsskipti. Samkvæmt almennum byggingarskilmálum er frestur til að gera hús fokhelt og frágengið að utan 18 mánuðir frá veitingu byggingarleyfis og féll sá frestur út í byrjun mánaðar. Samkvæmt reglunum getur ráðið samþykkt að leggja dagsektir á lóðarhafa, látið framkvæma það sem á vantar á hans kostnað eða tekið ófullgerðar byggingarframkvæmdir eignarnámi.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda lóðarhöfum bréf þess efnis að frestur til framkvæmda sé liðinn og kalla eftir upplýsingum um áframhaldið.

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Erindi dagsett 4. október 2024 þar sem Bjarni Sigurðsson f.h. VN fasteigna ehf. óskar eftir framkvæmdafresti á lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu til 1. maí 2025.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til 1. apríl 2025 til að hefja framkvæmdir til samræmis við samþykkt byggingaráform en að úthlutun og byggingarleyfi munu falla úr gildi ef framkvæmdir eru ekki hafnar fyrir framangreindan frest. Að öðru leyti gilda áfram almennir byggingarskilmálar fyrir lóðir sem Akureyrarbær úthlutar.