Skipulagsráð

273. fundur 13. september 2017 kl. 08:00 - 11:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.
Aðal- og varafulltrúar L-lista Eva Reykjalín Elvarsdóttir og Helgi Snæbjarnarson boðuðu forföll.

1.Hólasandslína 3 - beiðni um umhverfismat

Málsnúmer 2017080126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2017 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar 'Hólasandslína 3 (220 kv)frá Akureyri til Hólasands'. Umsögn óskast send fyrir 14. september 2017, bæði skriflega og á tölvupóstföngin: jakob@skipulag.is og sigurdur@skipulag.is.
Skipulagsráð gerir athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sem sjá má í meðfylgjandi fylgiskjali "Umsögn um matsáætlun Hólasandslínu.pdf".

2.Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2017090031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Guðmundur Karl Jónsson fyrir hönd Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, kt. 480101-3830, sækir um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli vegna hliðrunar á nýrri stólalyftu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Goðanes 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Þríforks ehf., kt. 650713-0790, sækir um heimild til að deiliskipuleggja breytingar á lóð nr. 12 við Goðanes.

1) Stækka byggingarreit en nýtingarhlutfall verður það sama, þ.e. 0,3 en byggð verði 3 hús á lóðinni.

2) Fjölga innkeyrslum inn á lóðina og færa þær eldri til en alls verða því 4 innkeyrslur inn á lóðina í stað tveggja.

Erindið var grenndarkynnt frá 11. ágúst til 8. september 2017.

Engin athugasemd barst.

Fyrirspurn barst frá Prima lögmönnum ehf. f.h. Akurbergs ehf. dagsett 28. ágúst 2017 í kjölfar grenndarkynningar vegna höfnunar skipulagsráðs á beiðni um deiliskipulagsbreytingu fyrir Goðanes 14 þegar lóðinni var úthlutað.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.


Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara fyrirspurn Prima lögmanna ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

4.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2017 þar sem Arna McClure f.h. Útgerðarfélags Akureyringa óskar eftir rökstuðningi á svörum ráðsins vegna athugasemda Útgerðarfélagsins við Rammahluta aðalskipulags Oddeyrar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að vinna tillögu að rökstuðningi.

5.Drottningarbrautarstígur, framlenging - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017090017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2017 þar sem Kristinn Magnússon fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir framlengingu á Drottningarbrautarstíg að sveitarfélagsmörkum Eyjafjarðarsveitar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við 5. áfanga Drottningarbrautarstígs, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:


Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

6.Austurbrú 2-4 - umsókn um breytingu á áður samþykktum teikningum

Málsnúmer 2016040126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Furuvalla 7, kt. 530212-0170, óskar samþykkis skipulagsráðs til að breyta áður samþykktum teikningum vegna breytinga á 3. hæð hússins við Austurbrú 2-4.

Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna umbeðnar breytingar.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og felur byggingarfulltrúa afgreiðslu byggingarleyfis þegar umsókn berst.

7.Umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 - framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017090040Vakta málsnúmer

Umferðaröryggisaðgerðir eru fyrirhugaðar á 10 stöðum á þjóðvegi 1 gegnum Akureyri, á vegum Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar.

Erindi dagsett 6. september 2017 þar sem Kristinn Magnússon f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar sækir um framkvæmdarleyfi fyrir umferðaröryggisaðgerðum við gatnamót Glerárgötu og Gránufélagsgötu.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við gatnamót Glerárgötu og Gránufélagsgötu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.


Skipulagsráð beinir því til umhverfis- og mannvirkjasviðs og Vegagerðarinnar að hönnun gatnamótanna sé í samræmi við markmið rammaskipulags Oddeyrar um gönguás um Gránufélagsgötu yfir Glerárgötu.

8.Hafnarstræti, göngugata - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017090053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. september 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á Hafnarstræti (göngugötu). Meðfylgjandi eru teikningar.
Frestað.

9.Tengir - framkvæmdarleyfi fyrir ljósleiðara 2017

Málsnúmer 2017050047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2017 þar sem Árni Kristjánsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um leyfi til að leggja ljósleiðarastreng og rafmagnsstreng fyrir Fallorku og Norðurorku að vatnsverndarsvæði á Glerárdal og þaðan að stíflu Glerárvirkjunar II. Strengirnir yrðu plægðir niður saman. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna legu strengjanna. Á fundi skipulagsráðs 12. júlí 2017 frestaði skipulagsráð afgreiðslu erindisins þar sem umbeðin gögn höfðu ekki borist. Svæðið væri á náttúruminjaskrá og samkvæmt innsendri mynd færi ljósleiðarinn yfir óröskuð svæði sem þurfa rannsóknar við varðandi fornleifar og náttúru, auk svæða með ýmis konar starfsemi. Skipulagsráð beindi því til umsækjanda að setja ljósleiðarann í stíginn á virkjunarsvæðinu. Ný gögn bárust 8. ágúst 2017. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi 30. ágúst 2017.

Á fundinn kom Helgi Jóhannesson frá Norðurorku og gerði grein fyrir málinu.
Skipulagsráð þakkar Helga fyrir upplýsingarnar.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við lagningu ljósleiðara og rafstrengs og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmd áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

Framkvæmdareigandi skal að plægingu lokinni slétta beltaför og sá í sár fyrir sambærilegum gróðri og var í sárunum.

Skipulagsráð áréttar að framkvæmdaleyfi eiga að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

10.Naustagata - ósk um lækkaðan hámarkshraða

Málsnúmer 2017090033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Pálmi Gauti Hjörleifsson og Hugrún Hauksdóttir íbúar í Vörðutúni 2, óska eftir að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. á Naustagötu ásamt aðgerðum til hljóðvarna.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

11.Græn bílastæði í miðbæ Akureyrar

Málsnúmer 2017050071Vakta málsnúmer

Lögð var fram beiðni til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá Vistorku ehf. dagsett 28. apríl 2017 um fjölgun grænna bílastæða við Skipagötu. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísaði erindinu til skipulagsráðs á fundi 12. maí 2017 en lagði jafnframt til að ákvörðunum um bílastæðamál í miðbænum verði frestað þar til framkvæmdum við Austurbrú lýkur.

Lögð er fram tillaga að nýtingu bílastæða í miðbænum samkvæmt meðfylgjandi korti.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.

12.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Skipulagsráð lagði til við bæjarstjórn þann 29. mars 2017 að nýjar verklagsreglur yrðu samþykktar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulagsráðs sem tók málið fyrir 10. maí og vísaði til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur í skipulagsráð á fundi 16. maí 2017.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að verklagsreglum.
Tekið hefur verið tillit til ábendinga bæjarstjórnar. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar þannig breyttar verði samþykktar.

13.Reglur um lóðaveitingar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030039Vakta málsnúmer

Skipulagnefnd fól Tryggva Má Ingvarssyni og Edward Hákoni Huijbens á fundi 23. mars 2016 að leggja fram tillögur til endurskoðunar reglna um lóðaveitingar. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 29. mars og 31. maí 2017. Tillaga að endurskoðuðum reglum er nú lögð fram.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.

14.Hafnargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017040037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um lóð nr. 2 við Hafnargötu í Hrísey fyrir framtíðar gámasvæði.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina fyrir framtíðar gámasvæði.

15.Margrétarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017080105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. ágúst 2017 þar sem Björn Þór Guðmundsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um lóð nr. 8 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð hafnar erindinu í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um lóðaúthlutanir, þar sem einstaklingar hafa forgang umfram fyrirtæki.

16.Margrétarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017090036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2017 þar sem Anna Svava Traustadóttir og Karl Hjartarson sækja um lóð nr. 8 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjendum lóðina í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um lóðaúthlutanir. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2018

Málsnúmer 2017090045Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2018.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu fjárhagsáætlunar milli funda.

18.Ráðning starfsmanns í nýtt stöðugildi á skipulagssviði

Málsnúmer 2017090049Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram erindi um ráðningu starfsmanns í nýtt stöðugildi á skipulagssviði. Um yrði að ræða arkitekt með reynslu af skipulagsgerð og sérmenntun í skipulagi væri kostur. Umræddum starfsmanni er ætlað að létta álagi á starfsfólk sviðsins, sem hefur aukist til muna á síðustu árum með aukinni uppbyggingu og auknum kröfum laga og reglugerða. Lögð fram tillaga að starfslýsingu.
Skipulagsráð samþykkir erindi sviðsstjóra og framlagða starfslýsingu og felur honum að auglýsa stöðuna.

19.Deiliskipulagsverkefni - umfang og forgangsröðun

Málsnúmer 2017090052Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram tillögur að næstu deiliskipulagsverkefnum í Akureyrarkaupstað.
Tekið til umræðu.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 31. ágúst 2017. Lögð var fram fundargerð 644. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Geirþrúðarhagi 4 - fyrirspurn v. íbúðagerða

Málsnúmer 2017090018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurnarteikningar varðandi byggingu húss á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 11:05.