Geirþrúðarhagi 4 - fyrirspurn v. íbúðagerða

Málsnúmer 2017090018

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurnarteikningar varðandi byggingu húss á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Frestað.

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurnarteikningar varðandi byggingu húss á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 13. september 2017. Lögð fram umsögn sviðsstjóara um erindið.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það uppfyllir ekki ákvæði 6.7.2. greinar í byggingarreglugerð nr. 112/2012 hvað varðar birtu og ljósop. Erindið er enn fremur í ósamræmi við markmið deiliskipulags Hagahverfis um stærðardreifingu íbúða í hverfinu.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Erindi dagsett 16. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga og heimild til að ljúka hönnun hvað varðar stærð og gerð íbúða. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.

Lagt fam minnisblað sviðsstjóra/skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 28. nóvember 2017.
Skipulagsráð fagnar tillögu um uppbyggingu smærri íbúða en synjar erindinu með tilvísan í minnisblað sviðsstjóra, þar sem minnstu íbúðirnar uppfylla ekki markmið aðalskipulags, deiliskipulags Hagahverfis né byggingarlistastefnu Akureyrar um góða hönnun og gæði íbúða.