Þingvallastræti 32 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017030050

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 2. mars 2017 þar sem Helgi Valur Harðarson og Valdís Ösp Jónsdóttir leggja inn fyrirspurn hvort líklegt sé að leyfi fáist til að endurskipuleggja rými innanhúss m.a. til að fjölga herbergjum. Áætlað er líka að grafa út úr sökkli og stækka kjallararými ásamt því að setja útihurð á austurhlið kjallara. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið.