Möðruvallastræti 8 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016040204

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 588. fundur - 02.06.2016

Erindi dagsett 27. apríl 2016 þar sem Arnór Ingi Hansen sækir um leyfi til að gera 5,3 metra breitt bílastæði á lóð nr. 8 við Möðruvallastræti skv. meðfylgjandi myndum.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Erindi dagsett 16. febrúar 2017 þar sem Baldvin H. Sigurðsson leggur fram athugasemdir við leyfi fyrir fyrirhuguðu bílastæði við hús nr. 8 við Möðruvallastræti. Baldvin segir að hann ásamt öðrum íbúum í Möðruvallastræti 9 muni hafa færri bílastæði við þessa leyfisveitingu sem fyrirhuguð er.
Erindi frá eiganda Möðruvallarstrætis 8 þar sem óskað var eftir heimild til að bílastæði inni á lóð var afgreitt á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 2. júní 2016. Skipulagsstjóri samþykkti erindið.


Skipulagsráð telur að afgreiðsla skipulagsstjóra á erindinu sé í samræmi við deiliskipulag.

Í greinargerð skipulags Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæði kemur fram að ef lóðareigendur óski eftir heimild til að gera bílastæði á lóð sinni er heimilt að fjarlægja langstæði meðfram götu vegna aðkomu að bílastæðum á lóð, án þess að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi.


Skipulagsráð bendir íbúa jafnframt á að með því að gera bílastæði fyrir tvo bíla innan lóðar þá tekur aðkoma þeirra aðeins eitt stæði meðfram götu.