Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag "Norður-Brekku, neðri hluta", var auglýst í Dagskránni 24. apríl 2014. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Óskað var eftir umsögnum um lýsinguna frá fimm hagsmunaaðilum og bárust þrjár umsagnir:
1) Vegagerðin, dagsett 8. maí 2014. Engar athugasemdir voru gerðar.
2) Skipulagsstofnun, dagsett 13. maí 2014. Engar athugasemdir voru gerðar.
3) Minjastofnun Íslands, dagsett 30. júní 2014. Engar athugasemdir voru gerðar en bent á að gera skuli húsa- og mannvirkjakönnun.
Haldinn var íbúafundur í Ráðhúsi Akureyrar 5. nóvember 2014 þar sem deiliskipulagstillagan var kynnt. Í framhaldi af honum bárust tvær athugasemdir frá Helga Jóhannessyni og Þóroddi Bjarnasyni/Brynhildi Þórarinsdóttur. Einnig var haldinn fundur með hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 3. desember 2014 og farið yfir þær breytingar sem gerðar voru á tillögunni eftir íbúafundinn.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi "Norður-Brekku, neðri hluta". Tillagan er unnin af Ómari og Ingvari Ívarssonum hjá Landslagi ehf., dagsett 14. janúar 2015. Einnig fylgir húsakönnun sem unnin er af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum.
1) Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2) Gefur ekki tilefni til ályktunar.
3) Húsakönnun er gerð samhliða deiliskipulagi.
Athugasemdir sem bárust eftir íbúafund verða skráðar sem athugasemdir við skipulagstillöguna með öðrum athugasemdum sem berast eftir auglýsingu hennar og verður svarað að athugasemdafresti liðnum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt húsakönnun verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.