Rúnar Þór Björnsson og Stefán Jóhannesson mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 13. nóvember 2014.
Innan svæðis siglingaklúbbsins Nökkva er gert ráð fyrir byggingarreit vegna aðstöðuhúss. Þeir óska eftir að Wathne-húsið verði fært á þann reit, þ.e. þar sem núverandi aðstaða þeirra er nú. Hugmyndir þeirra eru að Iðnaðarsafnið verði að hluta til í húsinu og að Nökkvi verði þar með aðstöðu auk kaffihúss.
Óskað var eftir umsögn frá Iðnaðarsafninu og Minjasafninu á Akureyri.
Umsögn barst frá Iðnaðarsafninu 12. janúar 2015 sem tekur jákvætt í hugmyndina en gerir fyrirvara um tillöguna þar sem ekki liggur fyrir hvernig húsinu verði ráðstafað á milli aðila.
Umsögn barst frá Minjasafninu 16. janúar 2015, sem gerir ekki athugasemd við flutning hússins á umræddan stað og telur að ný staðsetning og sjávartengd starfsemi í húsinu fari því afar vel.