Skipulagsnefnd

189. fundur 15. október 2014 kl. 08:15 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Formaður bar upp ósk um að taka fyrir lið 20, "Fasteignamarkaður á Akureyri", sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Stefnumörkun skipulagsnefndar

Málsnúmer 2014090150Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar Tryggvi Már Ingvarsson, lagði fram stefnumörkun skipulagsnefndar á kjörtímabilinu.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar. 

2.Ásatún 40-48 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu í 1. áfanga Naustahverfis

Málsnúmer 2014100070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Sævar Helgason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um deiliskipulagsbreytingu við Ásatún 40-48 í 1. áfanga Naustahverfis.
Breytingarnar felast m.a. í að byggingareitum verði hnikað til innan lóðar, lóð stækkuð um 2m til norðurs, kvöð um bílgeymsluhæð verði felld niður og hæðin nýtt undir íbúðir sem fjölgar úr 46 í 60. Bílastæðakrafa helst óbreytt og hámarkshæð húsanna breytist ekki.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í breytingarnar og felur skipulagsstjóra að vinna breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem síðar verði lögð fyrir nefndina. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Miðbær deiliskipulag - niðurstaða kæru vegna þrengingar Glerárgötu

Málsnúmer 2014080103Vakta málsnúmer

Innkominn úrskurður dagsettur 3. október 2014 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Friðleifs Inga Brynjarssonar á deiliskipulagi miðbæjarins hvað varðar fyrirhugaða þrengingu á suðurhluta Glerárgötu.
Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé sýnt fram á að kærandi hafi lögvarða hagsmuni sem tengjast deiliskipulagsákvörðuninni um þrengingu Glerárgötu. Þar sem ekki þótti sýnt fram á kæruaðild í málinu vísaði úrskurðarnefnd kærunni frá.

Lagt fram til kynningar.

4.Norðurtangi 5 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2014050162Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" var auglýst frá 20. ágúst til 1. október 2014. Um er að ræða stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga ásamt fleiri breytingum. Tillagan var unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 30. júlí 2014.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 11. september 2014, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorka, dagsett 16. september 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á að kostnaður vegna hugsanlegrar færslu lagna innan lóðar skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni.

Skipulagsnefnd áréttar að kostnaður vegna færslu lagna innan lóða skipulagsins skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni. Einnig leggur skipulagsnefnd til að gert verði ráð fyrir gróðurbelti á milli lóða Norðurtanga 7 og 9 og göngustígs. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

5.Lækjargata 9a - breyting á deiliskipulagi Innbæjar

Málsnúmer 2014060004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2014 þar sem Halldór Arnarsson f.h. Trémáls ehf., kt. 580587-1199, sækir um breytingar á húsi nr. 9a við Lækjargötu.
Skipulagsnefnd heimilaði þann 9. júlí 2014 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins.
Tillagan er dagsett 24. september 2014 og er unnin af Kollgátu ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Búðargil - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2014090264Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2014 þar sem Friðbert Friðbertsson f.h. Sæluhúsa Akureyri ehf., kt. 591200-3130, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar lóðar um 900 m2 í norðurátt við Búðargil. Einnig er sótt um lítilsháttar stækkun á byggingarreit A.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Einnig heimilar nefndin umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsstjóra sem verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Njarðarnes 3-7 - umsókn um stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2014100034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2014 þar sem Alexander Benediktsson f.h. Barkar ehf., kt. 630186-1619, sækir um stækkun byggingarreits um 15m til norðurs við Njarðarnes 3-7. Meðfylgjandi er teikning.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hafnarstræti 90 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090286Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. september 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hlyns Hallssonar sækir um leyfi til breytinga á útliti hússins Hafnarstrætis 90 vegna byggingar svala á suðurhlið hússins. Einnig er gert ráð fyrir minniháttar breytingum á gluggum á suðurhlið.
Fyrir liggur jákvæð umsögn um breytingarnar frá Minjastofnun Íslands, dagsett 9. september 2014.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í breytingar á útliti hússins og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem unnin verði skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Þingvallastræti 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2014 þar sem Sigurður Bárðarson, f.h. Þingvallastræti 18, húsfélag kt. 710585-8739, óskar eftir rökstuðningi með niðurstöðu skipulagsnefndar vegna höfnunar beiðni um útafkeyrslu af lóðinni inná Þingvallastræti.

Þingvallastræti 18 stendur við ein stærstu gatnamót bæjarins þar sem bæði akandi og gangandi umferð er mikil. Umferðaröryggissjónarmið vógu því þungt við ákvörðun skipulagsnefndar um að hafna beiðni um útafkeyrslu af lóðinni inn á Þingvallastræti. Einnig skal þess getið að útafkeyrslan yrði staðsett mjög nálægt gatnamótunum en á álagstímum verður til uppsöfnun bíla sem eru á leið til vesturs. Því eru ekki taldar forsendur til að breyta fyrri ákvörðun skipulagsnefndar frá 24. september 2014.

10.Breiðholt, hesthúsahverfi - umsókn um aðalskipulagsbreytingu vegna breytingar á reiðleið

Málsnúmer 2014100003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2014 þar sem Páll Alfreðsson f.h. Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, sækir um breytingu reiðleiðar í Breiðholti í samræmi við niðurstöðutillögu starfshóps frá janúar 2013, um legu reiðleiða innan Akureyrar.

Skipulagsstjóra og formanni skipulagsnefndar falið að skoða mögulegar lausnir.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu næstu fjögurra liða er varða umsóknir Norðurorku um framkvæmdaleyfi.
Skipulagsnefnd hafnar því að um vanhæfi sé að ræða.
-

11.Háhlíð - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014090191Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2014 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir fráveitulögn frá Harðangri að Höfðahlíð. Fyrir liggur samþykki eigenda Háhlíðar 6-14 þar sem lögnin fer í gegnum lóðirnar. Meðfylgjandi er uppdráttur er sýnir legu lagnarinnar í mvk. 1:200.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við Háhlíð og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

12.Síðubraut - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014090229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2014 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lögn meðfram Síðubraut. Núverandi fráveitulögn, sem tengd var við brunn í Möðrusíðu, verður aflögð. Meðfylgjandi er ódagsettur uppdráttur án upplýsinga um kvarða.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við Síðubraut og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

13.Breiðholt, hesthúsahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014090293Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2014 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu dreifikerfis hitaveitu í hesthúsahverfið í Breiðholti. Einnig er gert ráð fyrir að hugað verði að heimlögnum vatnsveitu, fráveitu og rafveitu og gerðar endurbætur á því sem talin er þörf á. Meðfylgjandi er uppdráttur með loftmynd í mvk. 1:2000.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu dreifikerfis hitaveitu í hesthúsahverfið í Breiðholti, sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

14.Hlíðarfjallsvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014100042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2014 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs og jarðvírs meðfram Hliðarfjallsvegi milli lóðarmarka Hálanda og vegarins. Meðfylgjandi er uppdráttur með loftmynd í mvk. 1:2000 er sýnir legu strengsins.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu háspennustrengs og jarðvírs meðfram Hlíðarfjallsvegi, sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

15.Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - tilnefning fulltrúa kjörtímabilið 2014 - 2018

Málsnúmer 2014090020Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd tilnefnir fulltrúa í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra kjörtímabilið 2014 - 2018.

Skipulagsnefnd tilnefnir eftirtalda aðila sem fulltrúa sína í nefndinni:

Aðalmenn eru Tryggvi Már Ingvarsson og Sigurjón Jóhannesson og varamenn eru Ólína Freysteinsdóttir og Edward H. Huijbens.

16.Grímseyjargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2014090263Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. september 2014 þar sem Einar Guðmundsson f.h. Búvíss ehf., kt. 590106-1270 sækir um lóð nr. 2 við Grímseyjargötu.

Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta við úthlutun lóða við Grímseyjargötu 2-2a til óákveðins tíma þar sem talsverð umræða og áherslubreyting hefur orðið innan núverandi meirihluta um heildarsýn fyrir þetta svæði.
Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 24. september 2014. Lögð var fram fundargerð 510. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. október 2014. Lögð var fram fundargerð 511. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum.

Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. október 2014. Lögð var fram fundargerð 512. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum.

Lagt fram til kynningar.

20.Fasteignamarkaður á Akureyri

Málsnúmer 2014090282Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla unnin af Capacent um fasteignamarkaðinn á Akureyri, stöðu og framtíðarhorfur.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.