Norðurtangi 5 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2014050162

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Erindi dagsett 22. maí 2014 þar sem Kristinn Hreinsson f.h. Rafeyrar, kt. 430594-2229, sækir um stækkun á núverandi lóð við Norðurtanga 5 sem nemur lóðinni nr. 7 við Norðurtanga og þær sameinaðar.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem miðar að stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga um allt að 2000m².

Skipulagsnefnd minnir á að sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma.

Skipulagsnefnd - 183. fundur - 09.07.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tvær tillögur að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár, dagsettar 30. júní 2014. Tillögurnar eru unnar af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna áfram tillögu B á grundvelli umræðna á fundinum og leggja fyrir skipulagsnefnd að nýju.

Frestað.

 

Ólína Freysteinsdóttir mætti á fundinn kl. 8:30.

Skipulagsnefnd - 184. fundur - 30.07.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" í samræmi við bókun nefndarinnar 9. júlí sl. Um er að ræða lóðarstækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga ásamt fleiri breytingum. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 30. júlí 2014.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3423. fundur - 14.08.2014

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. júlí 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" í samræmi við bókun nefndarinnar 9. júlí sl. Um er að ræða lóðarstækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga ásamt fleiri breytingum. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, dagsett 30. júlí 2014.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 189. fundur - 15.10.2014

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" var auglýst frá 20. ágúst til 1. október 2014. Um er að ræða stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga ásamt fleiri breytingum. Tillagan var unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 30. júlí 2014.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 11. september 2014, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorka, dagsett 16. september 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á að kostnaður vegna hugsanlegrar færslu lagna innan lóðar skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni.

Skipulagsnefnd áréttar að kostnaður vegna færslu lagna innan lóða skipulagsins skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni. Einnig leggur skipulagsnefnd til að gert verði ráð fyrir gróðurbelti á milli lóða Norðurtanga 7 og 9 og göngustígs. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3361. fundur - 21.10.2014

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. október 2014:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" var auglýst frá 20. ágúst til 1. október 2014. Um er að ræða stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga ásamt fleiri breytingum. Tillagan var unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, dagsett 30. júlí 2014.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 11. september 2014, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorka, dagsett 16. september 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á að kostnaður vegna hugsanlegrar færslu lagna innan lóðar skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni.
Skipulagsnefnd áréttar að kostnaður vegna færslu lagna innan lóða skipulagsins skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni. Einnig leggur skipulagsnefnd til að gert verði ráð fyrir gróðurbelti á milli lóða Norðurtanga 7 og 9 og göngustígs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 193. fundur - 10.12.2014

Erindi dagsett 22. maí 2014 þar sem Kristinn Hreinsson f.h. Rafeyrar ehf., kt. 430594-2229, sækir um stækkun á lóð nr. 5 við Norðurtanga.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarstækkunina og felur lóðarskrárritara að gefa út yfirlýsingu um breytta lóðarstærð.