Tillaga að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" var auglýst frá 20. ágúst til 1. október 2014. Um er að ræða stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga ásamt fleiri breytingum. Tillagan var unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 30. júlí 2014.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 11. september 2014, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorka, dagsett 16. september 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á að kostnaður vegna hugsanlegrar færslu lagna innan lóðar skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem miðar að stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga um allt að 2000m².
Skipulagsnefnd minnir á að sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma.