5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. október 2014:
Erindi dagsett 2. júní 2014 þar sem Halldór Arnarsson f.h. Trémáls ehf, kt. 580587-1199, sækir um breytingar á húsi nr. 9a við Lækjargötu.
Skipulagsnefnd heimilaði þann 9. júlí 2014 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins.
Tillagan er dagsett 24. september 2014 og er unnin af Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd óskar eftir samþykki Minjastofnunar Íslands á fyrirhuguðum breytingum í samræmi við ákvæði deiliskipulags svæðisins.
Erindinu er frestað.