Skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulags á Glerárdal var auglýst frá 18. desember 2013. Beiðnir um umsagnir voru sendar til Vegagerðarinnar, Norðurorku, Minjastofnunar Íslands, umhverfisnefndar Akureyrar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.
Fjórar umsagnir bárust:
1) Norðurorka dagsett 2. janúar 2014, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
2) Skipulagsstofnun dagsett 2. janúar 2013, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna eða áherslur er koma fram í umhverfismati tillögunnar.
3) Vegagerðin dagsett 7. janúar 2014, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
4) Umhverfisstofnun dagsett 14. janúar 2014.
a) Stofnunin telur að koma þurfi fram hvaða áhrif stífla og lón mun hafa áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja svæðið.
b) Koma þarf fram í tillögu um aðalskipulagsbreytingar umfang pípunnar og áhrif hennar á umhverfið.
c) Bent er á að umhverfis- og auðlindaráðherra sjái um breytingar á afmörkun svæðis á Náttúruminjaskrá en ekki sveitarfélög.
d) Tilgreina þarf í deiliskipulagstillögu ástæður þess hvers vegna svo mikið rými er tekið frá af útivistarrými fyrir framkvæmdirnar sem og hvort önnur starfsemi sé áætluð í Réttarhvammi.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.