Erindi dagsett 3. september 2012, þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Páls Sigurjónssonar óskar eftir leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið Þingvallastræti 10, var grenndarkynnt á ný frá 12. desember til 9. janúar 2014.
Ein athugasemd barst frá Tómasi B. Haukssyni og Elínu A. Ólafsdóttur, Lögbergsgötu 9, dagsett 9. janúar 2014.
Þau eru sáttari við nýjar tillöguteikningar en hefðu kosið að hafa lengra bil frá viðbyggingu að lóðarmörkum. Óskað er eftir því að nýtingarhlutfall á lóð þeirra við Lögbergsgötu 9 verði sambærilegt við það sem samþykkt verður á lóð Þingvallastrætis 10 þegar deiliskipulag verður unnið að hverfinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.