Bílastæði við MA

Málsnúmer 2013110165

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 19. nóvember 2013 þar sem Pétur Bolli Jóhannesson og Rut Indriðadóttir fara fram á að Akureyrarbær krefji stjórn Menntaskólans á Akureyri um úrbætur og viðeigandi lagfæringar á útfærslu bílastæða skólans austan Þórunnarstrætis til samræmis við teikningar sem samþykktar voru af byggingarfulltrúa 1. september 2004. Ástæða beiðninnar er mikið ónæði á kvöldin og um nætur vegna spólandi bíla sem þar geta athafnað sig vegna núverandi útfærslu á bílastæðinu og þar sem forráðamenn skólans hafa ekki gert úrbætur þrátt fyrir margar ítrekanir.
Meðfylgjandi eru afrit af samþykktum teikningum.

Pétur Bolli Jóhannesson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd krefst þess af eigendum bílastæðisins að gengið verði frá bílastæðum og gönguleiðum innan lóðar skólans í samræmi við samþykktan uppdrátt frá 1. september 2004.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2014, en þangað til skal gengið þannig frá stæðum að umferð um þau valdi ekki íbúum í nágrenni ónæði.

Skipulagsnefnd - 198. fundur - 25.02.2015

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 19. nóvember 2013 þar sem Pétur Bolli Jóhannesson og Rut Indriðadóttir fara fram á að Akureyrarbær krefji stjórn Menntaskólans á Akureyri um úrbætur og viðeigandi lagfæringar á útfærslu bílastæða skólans austan Þórunnarstrætis til samræmis við teikningar sem samþykktar voru af byggingarfulltrúa 1. september 2004. Ástæða beiðninnar er mikið ónæði á kvöldin og um nætur vegna spólandi bíla sem þar geta athafnað sig vegna núverandi útfærslu á bílastæðinu og þar sem forráðamenn skólans hafa ekki gert úrbætur þrátt fyrir margar ítrekanir. Meðfylgjandi fylgdu afrit af samþykktum teikningum.


Þann 27. nóvember 2013 fór skipulagsnefnd fram á við eiganda bílastæðisins að gengið yrði frá bílastæðum og gönguleiðum innan lóðar skólans í samræmi við samþykktan uppdrátt frá 1. september 2004. Einnig var farið fram á að verkinu skyldi lokið eigi síðar en 1. júní 2014.

Óskað var eftir andmælum frá Fasteignum ríkissjóðs vegna afgreiðslu skipulagsnefndar og bárust þau 5. nóvember 2014 og 12. febrúar 2015 frá Snævari Guðmundssyni f.h. Fasteigna ríkissjóðs, þar sem óskað er eftir að fallið verði frá kröfu um kantsteina og gróður á syðsta hluta bílastæðis Menntaskólans á Akureyri, Eyrarlandsvegi 28 og þau fái að vera eins og þau nú eru.

Meðfylgjandi er uppdráttur frá AVH teiknistofu dagsettur 9. febrúar 2015 ásamt bréfum frá Eddu hótelum, SBA Norðurleið og Menntaskólanum á Akureyri.

Pétur Bolli Jóhannesson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd felur skipulagsdeild að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar þar sem skýrt verði kveðið á um frágang bílastæða og gönguleiða í samráði við hagsmunaaðila.