1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júlí 2011:
Erindi dagsett 27. maí 2011 þar sem byggingaverktaki við Heiðartún 5, Reisum byggingarfélag ehf., kt. 470809-0270, eigendur Heiðartúns 3, Sigurður Ólason og Áshildur Hlín Valtýsdóttir og eigendur Heiðartúns 1, Sigvaldi Þorleifsson og Særún Emma Stefánsdóttir, óska eftir breytingu á deiliskipulagi vestan lóðanna. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi, unnin af X2 hönnun-skipulagi, dagsett 7. júlí 2011.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjald vegna deiliskipulagsbreytingarinnar verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.