2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. apríl 2011:
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi við Síðubraut, reit 1.43.8 I í aðalskipulagi Akureyrar 2008-2018, vegna lóðar fyrir dreifistöð Norðurorku. Svæðið afmarkast af Hlíðarfjallsvegi í suðri, landamerkjum Hlíðarenda í vestri og deiliskipulagsmörkum hesthúsahverfis í Hlíðarholti að norðan og austan. Tillagan er unnin af Arkitektur og ráðgjöf ehf, dags. 7. apríl 2011.
Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði undir lóð dreifistöðarinnar auk reiðleiðar, gatna og lagna á svæðinu. Meginforsendur deiliskipulagsins liggja því fyrir í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og telur skipulagsnefnd á þeim forsendum ekki þörf á sérstakri skipulagslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði undir lóð dreifistöðarinnar auk reiðleiðar, gatna og lagna á svæðinu. Meginforsendur deiliskipulagsins liggja því fyrir í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og telur skipulagsnefnd á þeim forsendum ekki þörf á sérstakri skipulagslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.